Æðisleg Kókosterta

Æðisleg kókosterta


4 eggjahvítur, 140 gr flórsykur stífþeytt saman, 140 gr kókosmjöl og 1/4 tsk lyftiduft blandað saman við. Bakað í tveim vel smurðum formun við 150-180 gráðu hita í ca 1/2 klst.

Krem: 100 gr smjör( verður að vera smjör, ekki smjörlíki) 100 gr suðusúkkulaði, 4 eggjarauður, 50 gr flórsykur

Eggjarauður þeyttar vel, smjör og flórsykur þeytt saman í annari skál, súkkulaðið brætt í vatnsbaði eða örbylgju. Öllu síðan hrært saman, eggjarauðuunum síðast.

Þeyttur rjómi á milli botnanna, krem ofan á og fryst.

Annars finnst mér hún alltaf best með kremi bæði á milli botna og ofan á og rjóma með og helst ískalda úr ískápnum!! Algjört konfekt.
Baka þessa alltaf  um hver  áramót :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband