Gómsætar sesambollur

Sesambollur

5 dl vatn eða  mjólk
4-500 gr hveiti
50 g pressuger eða 1 pk þurrger
1 tsk sykur
1 dl bragðlítil olía
2 dl sesamfræ
2 dl hveitiklíð eða  heilhveiti
2 tsk salt

Látið vökvann í skál ásamt sykri og pressugeri. Leyfið gerinu að freyða (tekur um 5 mín). Setjið hveiti, salt, sesamfræ og hveitiklíð saman við og byrjið að hnoða saman. Helllið olíu saman við og ljúkið við að hnoða. Látið deigið lyfta sér þar til það hefur tvöfaldast (tekur um klukkustund). Mótið bollur, ef vill þá dýfið bollunum í vatn, undanrennu eða mjólk og stráið sesamfræjum ofan á. Látið bollurnar á bökunarplötu og leyfið þeim að lyfta sér í 20 mín. Bakið við 200-220°c í 15-18 mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband