Mánudagur, 27. október 2008
Vanillu lúxus ís
8 eggjarauður, 200 gr sykur, 1 l rjómi, vanilla e. smekk.
Eggjarauður , sykur og vanilla er þeytt vel í skál yfir vatnsbaði við hægan hita þar til blandan er ma´tulega þykk. Látið kólna, hrærið af og til í eða látið hrærivélina sjá um það. Þeytið rjóman og blandið honum varlega saman við blönduna þegar hún er alveg orðinn köld. Sett í form og fryst.
Mánudagur, 27. október 2008
Hakk á grillpinnum..
Grillpinnar 8-10 stk
800 gr hakk, 2 smátt saxaðir laukar, 1 söxuð paprika, 1 dl soyasósa, 1 egg, 1/2 tsk pipar, 1 tsk salt.
Öllu blandað saman nema salti. Látið hvíla á köldum stað í 1 klst eða meira. Rúllið í lengjur og stingið einum tein í gegn um hverja rúllu.
Grillað á vel heiti grilli í 4-6 mín á hverri hlið. Saltið e. steikingu.
Berið með þessu hrísgrjón, bakaðar kartöflur, hrásalat og soyasósu. ( ég nota reyndar alltaf bearnais og hrisgrjón)
Verði ykkur að góðu.
Mánudagur, 27. október 2008
Nammigóður fiskréttur með karrý og ananas
2 bollar hrísgrjón soðin skv leiðbeiningum og sett í botninn á smurðu eldföstu móti,2 ýsuflök,100 gr hveitisalt, pipar,matarolía til steikingar,sveppir ferskir,1 lítil ds ananaas(4 hringir)8 msk mayones,karrí,ananassafinn,rifinn osturUpprunalega úr Nýjum eftirlætisréttum:)
Skerið fiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr krydduðu hveitinu, steikið ljósbrúnt á pönnu. Raðið fiskbitunum í mótið, sveppir og ananasbitar sett ofan á, hrærið mayonesið með ananassafanum og karrí og hellið yfir. Rifinn ostur efst og bakað við 175 gráður í 20-30 mín. Mér finnst gott að gera kalda sósu og salat með þessu =) Namm
Mánudagur, 27. október 2008
ofnbakaður fiskur
2 ýsuflök eða þorskur
sítrónusafi,salt, pipar,250 gr rifinn ostur (26%)Fersk steinselja,1blaðlaukur,1 dl brauðrasp og50 gr smjör(líki).
Skerið fiskinn í hæfilega bita, hellið sítrónusafa yfir og kryddið, raðið í eldfast mót. Blandið saman osti, saxaðri steinselju ( 1 dl) söxuðum blaðlauk, brauðraspi og bræddu smjöri og dreifið svo yfir fiskinn. Bakið við 175 gráðu hita í ca 20 mín eða ljósbrúnt.
Mánudagur, 27. október 2008
Indverskur karrý fiskur...
1 glas hrísgrjón 2-3 glös vatn salt soðið í 10-15 mín.
Sett síðan í eldfast mót ásmt 1/2 dl af góðri matarolíu(blandað varlega saman við grjónin) Sléttað vel.
----------------------------------------
2 góð ysuflök, sítrónusafi, season all, salt pipar,
roðdragið flökin og beinhreinsið ef þið getið(plokkari bestur) skorið í bita og kryddað með sítronusafanum og kryddi eftir smekk Raðað ofan á hrísgrjónin.
---------------------------------------
sósan:
25 gr smjör(líki) 25 gr hveiti, örl vatn, mjólk eftir þörfum, 1-1 1/2 tsk karrý, 1/2-1 laukur , soðkraftur, salt og pipar.
Saxið laukin smátt eða rífið á rifjárni, Búið til uppbakaða sósu en hafið hana frekar þykka og bragðsterka. Best er að láta lauk og karrý krauma í smjörinu áður en hveitinu er bætt saman við.(gerir sósuna sterkari) þynnt með mjólk og vatni og bragðbætt að vild með salti og pipar og soðkrafti.
Hellið sósunni yfir fiskstykkin og stráið rifnum osti efst. Bakað í 30 mín við 180-200 gráður.
Best með fersku salati og kartöflum.
Börnin mín elska þetta.NAMM NAMM
Mánudagur, 27. október 2008
Fljótlegur fiskur
2 ýsuflök eða annar fiskur eftir smekk1/4 matreiðslurjómi,125 gr sveppasmurostur( má vera meira magn og öðruvísi ostur)250 gr sveppir,/laukursalt pipar,paprikuduft
ýsuflökin krydduð og raðað í smurt eldfast mót, stráið söxuðum sveppum ofan á, hrærið saman ostinum og rjómanum og hellið yfir. Paprikudufti stráð efst, bakað í 30 mín við 200 gráður.
Gott er að setja allskyns grænmeti í þetta, ferskt eða frosið.
Mánudagur, 27. október 2008
Fisk gratín
4-500 gr soðinn fiskur (afgangar)salt,múskat,3-4 egg,brauðrasp,
hvít sósa:2 msk smjör,2 msk hveiti,ca 5 dl vatn,salt,
Hvíta sósan uppbökuð og látin kólna aðeins.
Hrærið eggjarauðunum einni í einu út í hvítu sósuna, þeytið vel, svo fiskinum varlega hrært saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim að síðustu varlega saman við. Sett í smurt eldfast mót og baruðraspi stráð yfir. Bakað neðst í ofni við 200 gr í 30-40 mín. Kartöflur og hrátt grænmeti gott með og heit tómatsósa.
Mánudagur, 27. október 2008
Fiskbollur úr dós :)
haldið ég hafi ekki fundið uppskriftabækurnar mínar, loksins, ár frá flutningnum!!! LOL
Jæja, fann amk áhugavert blað, þar sem ég hef skrifað niður fullt af uppskriftum þar sem fiskbollur úr dós eru í aðalhlutverki. Datt í hug að einhver hefði áhuga á þessum síðustu og verstu ! Gjörsvovel :)
Fiskibollupottur
1 stór ds fiskbollur, 1 blaðlaukur, 4 tómatar, graslaukur e.smekk, salt og pipar, ca 1 dl rifinn ostur.
sósa: 2 msk smjörlíki, 3 msk hveiti, 3 dl mjólk, 3 dl fiskbollukraftur, salt og pipar.
Búið til sósuna. Skerið fiskbollur og blaðlauk í bita og setjið í smurt eldfast form ásamt tómötum í bátum, kryddið. Hellið sósunni yfir og rifna ostin þar ofan á. Steikt í ofni við 200 gráður í ca 20 mín.
Fiskbollur og hrísgrjón í ofni.
3 dl hrísgrjón, 1 stór ds fiskbollur, 1 ds aspas ( er í upprunalegu en ég ætla framvegis að sleppa því, fannst það VONT) 1 blaðlaukur, 3 msk smjörlíki, 3 msk hveiti, 3/4 l fiskkraftur+mjólk 150 gr rækjuostur, 2-3 egg.
Sjóðið hrísgrjónin,Búið til sósuna úr smjöri hveiti,kraftinum og rækjuostinum. Kælið aðeisn og þeytið svo eggin saman við. Hrísgrjón sett í botnin á smurðu eldföstu fati, fiskbollum og (aspas) raðað yfir ásamt blaðlaukshringjum. Sósan efst. Bakað við 200 gráðu hita í ca 40 mín, á að vera gulbrúnt.
Djúpsteikar fiskbollur.
1 ds fiskbollur, deig: 1 egg, 1 dl vatn(pilsner) 2 dl hveiti, 1 tsk salt, hrært saman.
Fiskbollum dýft í og djúpsteikar í heitri feiti með hjálp gaffla. Hrísgrjón og tómatsósa gott með.
Laugardagsgratín.
1 ds fiskbollur
gratínsósa: 2 msk smjör, 3 msk hveiti, 4 dl mjólk, 1 stórt egg, salt og pipar, sítrónusafi, 3 msk rifinn ostur. Fiskbollur skornar í tvennt og setar ú smurt eldfast mót, búið til venjulega uppbakað sósu, látið kólna aðeins áðeu en egginu er hrært saman við, hellt yfir fiskbollurnar og rifna ostin efst. Bakað við 200 gráðu hita í ca 20 mín.
Fiskbollur í rækjusósu
1 ds fiskbollur, 2 msk hveiti, 2 dl fiskkraftur, 2 1/2 dl mjólk, 100 gr rækjuostur (e. annað e. smekk)
útbúið sósuna og bætið fiskbollubitun saman við.
Svo er það fiskbollur í súrsætri eða fiskbollur í tómatsósu. Ótal útfærslur til, bara prufa sig áfram. Þetta gamla heldur samt alltaf sínu í karrýsósu eða bleikri.
Mánudagur, 27. október 2008
ítalskar kjötbollur
500 gr nautahakk/svínahakk, 2 hvítlauksrif, 2 franskbrauðsneiðar, 1/2 dl mjólk, 2 egg, salt, pipar, ögn af múskatdufti, rifið hýði af einni sítrónu, ca 1 dl hveiti, olía til steikingar
Rífið brauðið án skorpu í litla bita og bleytið í mjólkinni í ca 10 mín. Hrærið saman við hakkið, eggin og pressaðan hvítlaukinn, sítrónuhýðið og kryddið. Formið nokkuð stórar kjötbollur, veltið þeim upp úr hveitinu og steikið í olíunni í ca 15 mín, snúið þeim oft svo þær gegnsteikist.
sósan.
1 laukur, 1 hvítlauksrif, 1 msk olía, 3 dl kjötsoð( vatn og ten) 5 msk tómatmauk, 1 tsk basilikum, salt og pipar,
Steikið smáttsaxaðan lauk og hvítlauk í nokkrar mín, bætið þá kjötsoði saman við ásamt tómatmauki og basilikum. Látið sjóða við vægan hita í 10 mín og smakkast þá til.
Berið spaghetti/hrísgrjón með.
Mánudagur, 27. október 2008
Fylltar bakaðar kartöflur
5 stórar bökunarkartöflur
125 gr beikon
¼ laukur
½ blaðlaukur
150 gr sveppir
100 gr rifinn ostur ef vill
Kartöflurnar þvegnar og bakaðar í 1 klst við 200°C. Þær teknar út úr ofninum og skorið ofan af þeim lok og þær holaðar að innan með skeið. Beikonið harðsteikt á pönnu, það tekið af pönnunni og laukur og blaðlaukur látnir malla í beikonfeitinni. Sveppunum fínt söxuðum bætt út á pönnuna og þeir brúnaðir í nokkrar mín. Ofninn hitaður í 230°C. Kartöflumaukið innan úr kartöflunum marið í gegn um sigti og blandað saman við beikonið, laukinn og sveppina, fyllingin sett ofna í kartöflurnar osti stráð yfir og þær bakaðar í ofni þar til osturinn er vel bráðinn.
Æðislega gott meðlæti eða eitt og sér :)