Færsluflokkur: Matur og drykkur
Laugardagur, 4. október 2008
Guðdómleg ostakaka
1 Siríus rjómasúkkulaði, karamellufyllt
ca. 1 pakki Homeblest eða McWeeties súkkulaðikex
Fylling:
400 gr rjómaostur
1 dós karamellujógúrt
½ dl sykur
6 blöð matarlím
3 msk sítrónusafi
1 Siríus rjómasúkkulaði, karamellufyllt
1½ dl rjómi
Karamellukrem:
40 ljósar Nóa töggur
1 dl rjómi
Myljið súkkulaðikexið í matvinnsluvél.
Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við mylsnuna. Þrýstið þessu í botninn á lausbotna formi, 23 cm í þvermál. Kælið.
Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn.
Hrærið rjómaostinn með karamellujógúrtinu og sykrinum. Kreistið vatnið af matarlíminu, bræðið yfir vatnsbaði og blandið sítrónusafa saman við. Hellið matarlímsblöndunni saman við ostablönduna og blandið vel. Bætið þeytta rjómanum út í ásamt brytjuðu karamellusúkkulaði. Hellið ostakreminu yfir botninn og kælið vel. Hitið karamellurnar og rjómann við vægan hita. Smyrjið þessu yfir ostakremið.
Laugardagur, 4. október 2008
Svampterta Royal
Royal svampterta
125 gr hveiti, 155 gr sykur, 125 gr smjör(líki)
3 egg, 1 1/2 tsk lyftiduft,1 msk kakó, 3 msk heitt vatn ( meira ef þér finnst þurfa)
Þeytið vel saman smjör(líki) og sykur, bætið eggjum í einu í einu og þeytið vel á milli, sigtið þurrefnin saman við og þynnið e. þörfum með heitu vatni.
Uppskriftin passar í tvö hringlaga mót. Bakað við 200 gráður .
Stundum set ég smjörkrem á milli botnanna og ofan á, og skreyti jafnvel með nammi f. barnaafmæli.
Eða ég geri tvær tertur úr þessu og set sírópskrem ofan á.
Það geri ég svona, þeyti saman 6 msk af sírópi og 3 eggjahvítur( geri þetta í hrærivélinni því þetta tekur þó nokkrastund að verða nógu stíft. Skipti þessu ofan á botnana og skreyti með t.d rifnu súkkulaði eða marglitu kökuskrauti.
Eða ég set kökuna í sparibúning með
Súkkulaðimúsarkrem
Bræðið 200 gr af súkkulaði e. smekk í 1/2 l af rjóma við vægan hita.
Kælið vel, gjarnan yfir nótt í ísskáp, þá er þetta stífþeytt eins og rjómi og sett á milli botnanna.
Best er að nota rjómasúkkulaði finnst mér en sumir blanda saman suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði
Laugardagur, 4. október 2008
Valhnetuterta
6 egg, 100 gr sykur, 60 gr hveiti, 60 gr kartöfflumjöl, 2 tsk lyftiduft, 100 gr saxaðir valhnetukjarnar.Þeytt deig, bakað í tveim vel smurðum formum við 175 gráðu hita í ca 40 mín.Valhnetukrem:4 matarlímsblöð, 3 eggjarauður, 1 dl rjómi, 2 msk sykur, 1 vanillustöng eða 1 tsk vanillusykur, 5 dl rjómi, 150 gr saxaðar valhnetur 1/2 dl sherry, 5 dl rjómi.Matarlím lagt í bleyti í kalt vatn í 10 mín, tekið upp úr og kreist. Setjið eggjarauður,sykur,vanillu og matarlím í pott og hitið að suðu, hrærið stöðugt í þar til matarlímið er að fullu uppleyst. Látið kólna og fjarlægið vanillustöngina ef hún var notuð.Þegar þetta er orðið kalt er 5 dl af þeyttum rjóma hrært samn við ásamt sherry og söxuðum valhnetum. SEtt á milli botnannna og ofan á.Skreytið að síðustu með 5 dl af þeyttum rjóma. Stráið valhnetum yfir til skrauts.
Laugardagur, 4. október 2008
Öðruvísi rjómaterta (suðræn og seiðandi)
Botnar:3 egg, 2 dl sykur, 2 dl hveiti, 1 tsk lyftiduft.Fylling:2 eggjarauður, 1/2 dl flórsykur, 1/2 dl vatn, 1 tsk kartöfflumjöl, 1 dl ávaxtasafi með suðrænu bragði(sunnan 10 eða frissi) 2 dl rjómi.Skraut:3-4 dl rjómi, 1 klasi græn vínber,1 kiwi,10-12 jarðarber, 1/2 ds ns mandarínur eða ferskjur ,200 gr möndluspænir.
Venjulegir þeyttir botnar,bakaðir í tveim formum við 200 gráðu hita í ca 10-15 mín.Setjið eggjarauður,flórsykur,vatn,kartöflumjöl og safa í pott og þeytið vel saman,hitið að suðu.Kælið. Blandið svo stífþeyttum rjómanum saman við.Bleytið botnana með ávaxtasafa og setjið fyllinguna á milli.smyrjið líka hliðarnar og ofan á.Látið kökuna bíða innpakkaða í nokkrar klst í kæli. Þá er hún skreytt með stífþeyttum rjóma og ferskum ávöxtum.Möndlurnar eru ristaðar á þurri pönnu og þrýst á hliðarnar á kökunni og ef afgangur er þá ofan á kökuna sjálfa.Mjög falleg kaka á borði og bragðgóð, gerði hana fyrir skírnarveislu og hún sló í gegn. Verði ykkur að góðu.
Laugardagur, 4. október 2008
Rúlluterta
Rúlluterta
Rúlluterta hvít og dökk.
6 egg, 275 gr sykur, 250 gr hveiti, 2 tsk lyftiduft, (2 msk kakó) Hrært deig. Skiptið deiginu í tvennt og bætið kakó í annan helminginn.
Bakið ljósu tertuna fyrst og rúllið upp heitri með sultu e. smekk.
Látið dökku tertuna kólna upprúllaða, áður en kremið er sett innan í.
Bakað við 200 gráður í ca 7-10 mín.
Gerir svo venjulegt smjörkrem og setur í þessa brúnu.
Laugardagur, 4. október 2008
Royal appelsínukaka
50 gr smjörlíki,100 gr sykur eða púðursykur, 2 eggjarauður, 1 1/2 dl mjólk, 125 gr hveiti, 3 tsk lyftiduft, 1 tsk vanilludropar.kremið:2 eggjahvítur, 175 gr sykur rifið hýði af einni appelsínu 1-2 apelsínur til skrauts
Venjulegt hrært deig, bakað í tveim smurðum formum við 200 gráður í 15-20 mín.Kremið:eggjahvítur stífþeyttar, sykrinum hrært gætilega saman við og appelsínuhýðinu einnig.Setjið smákrem á annan botnin, raðið appelsínubátunum þar ofan á og svo smá krem, restin af kreminu fer ofan á kökuna.Má raða appelsínum ofan á líka og /eða rifnu appelsínuhýði.Þessa köku bakaði mamma stundum þegar ég var lítil,okkur systkinunum þótti hún æðislega góð:) Börnunum mínum þótti hún ekki eins góð þegar ég bakaði hana ;)En nafnið má rekja til bæklingsins sem uppskriftin var í.
Laugardagur, 4. október 2008
Rice Crispies kaka með karamellukremi
Botnar:
5 eggjahvítur 2dl sykur 2dl púðursykur 2 bollar rice crispies.
Þeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur vel saman og blandið síðan rice crispies varlega út í með sleif. Setjið í 2 form smurð og klædd álpappír, og bakið við 150 gráða hita í eina klukkustund. Kælið.
Þeytið hálfan líter (5dl) af rjóma og setjið á milli botnanna.
Karamellukrem:
2 dl. rjómi 100 gr púðursykur 2 msk síróp 30 gr smjör 1tsk vanilla.
Setjið rjóma,púðursykur og síróp saman í pott og sjóðið við mjög vægan hita þar til blandan verður þykk. Bætið út í smjöri og vanillu. Kælið og hellið yfir tertuna og jafnið út með sleikju.
Laugardagur, 4. október 2008
Marsipanterta með perum
Marsipanterta m/perum
3 dl hveiti, 1 dl malaðar möndlur, 150 gr smjör/líki,2 msk sykur, 2 msk vatn.Fylling:1 stór ds ns perur (ca 400 gr) 200 gr marsipan, 2 eggjahvítur, 1 dl flórsykur, 1 msk hveiti,2 msk saxaðar möndlur,2 dl rjómi.
Útbúið deigið og hnoðið vel, klæðið stórt smurt paiform (ca 27 cm í þvermál) Forbakið í 5 mínvið 175 gráðurRífið marsipanið,oghrærið saman við flórsykur,hveiti og stífþeyttar eggjahvítur.Látið renna vel af perunum í sigti.Skerið þær niður og raðið í paiformið, og hellið marsipanfyllingunni yfir. Stráið möndlum og rúsínum yfir. Bakið áfram í ca 30 mínútur.Kælið og skreytið m/þeyttum rjóma.
Laugardagur, 4. október 2008
Kornflex terta Díönu
Kornflexterta
4 eggjahvítur, 2 bollar sykur, stífþeytt.Bætið saman við 2 bollum af kókosmjöli, 2 bollum af kornflexi og 1/2 tsk af lyftidufti.Sett í tvo vel smurða forma og bakað við 175 gráðu hita.Bl ávextir og þeyttur rjómi á milli. Skreytt með rjóma og súkkulaði rjóma ofan á.
Laugardagur, 4. október 2008
Kókosterta með hnetum
Kókosterta með hnetum
4 eggjahvítur, 100 gr kókosmjöl, 100 gr smátt saxaðar hnetur 1 tsk lyftiduft.Súkkulaðibráð.4 eggjarauður, 60 gr flórsykur, 50 gr smjör/líki,100 gr suðusúkkulaði
Eggjahvíturnar stífþeyttar, sykrinum bætt smátt og smátt saman við. Kókosmjöli,hnetum og lyftidufti blandað að síðustu í. Sett í tvö smurð form og bakað við 200 gráðu hita í ca 30 mín.Kremið:Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman, súkkulaðið brætt og hrært saman við og að síðustu smjörið.Smurt á alla kökuna, á milli,hliðar og ofaná.Skreytt með kókosmjöli/hnetum.Má frysta.