Færsluflokkur: Matur og drykkur

Gersnúðar með kanil og eplum

Snúðar með eplum


1 l mjólk, 50 gr ger, 2 egg,3 dl sykur,125 gr brætt smjörlíki,ca 3 l  hveiti.
Fylling:
1 l rifinn epli (eða eplamauk)2 tsk vanillusykur,1 tsk kanill,1/2 tsk negull.


venjulegt hnoðað gerdeig. Látið lyfta sér vel ca 30 mín.
 
Skipt í 8 parta og hver flattur út, blöndu af kanil,sykri,vanillusykri og negul stráð yfir, rifnum eplum stráð þar ofan á ( eða notið eplamauk úr krukkum) Rúllið upp og skerið í ca 2 1/2 cm stykki. látið hefast,penslað með eggi og bakað við 200 gráðu hita í ca 10 mín.

Brauð bakað í ofnskúffu

Ofnskúffusmábrauð (30-40 stk)


50 gr pressuger, 50 gr smjörlíki eða 1/2 dl matarolía, 6 dl mjólk eða vatn, 2 tsk salt, 2 tsk sykur, 1 dl hveitiklíð, uþb 1,2 lítri hveiti
Til penslunar og skrauts, egg og birkifræ.


Hnoðað deig,á að vera laust í sér. Setjið í smurða ofnskúffu, merkið með kleinuhjóli eða hníf hæfilega stóra  bita (skera rákir þvers og langs)
pikkið deigið með gaffli, breiðið klút yfir og látið hefast  í 30 mín. Penslið með mjólk/eggi og stráið/sesam og birkifræjum yfir. Bakað í miðjum ofni við 225 gráðu hita í 15 mín. Hvolfið varlega úr skúffunni.Er best nýbakað, geymist  í lokuðu íláti eða plastpoka í 1-2 daga en í frysti allt að 9 mánuði.
 
Mjög fallegt að hafa þetta á veisluborði,þá   tekur hver og einn gestur  bara  bita fyrir sig. 

æðislegar gerbollur með vanillukremi

Frekar stór uppskrift ( ca 80 bollur)

100 gr ger, 300 gr smjörlíki, 1 l mjólk, 4 egg, 3 tsk salt, 4 dl sykur, 1500-2000 gr hveiti.
Gerið sett í skál, smjörið brætt og mjólkinni blandað saman við og látið verða fingurvolgt. Þá er vökvannum hellt yfir gerið, eggi,sykri,salti og sigtuðu hveiti bætt saman við. Hnoðið vel þar til deigið er samfellt .
Hefist í 40 mín. Skiptið deiginu í 4-6 hluta. Keflið út einn hluta og setjið smá doppu af vanillukreminu ( eða sultu) með vissu millibili á deigið, keflið út annan deighluta og leggið hann ofan á hinn, stingið svo út bollur með glasi og reynið aðhafa kremið/sultuna í miðjunni. Hefist áfram í 30 mín, Bakað við 200 gráðu hita í ca 8-10 mín.

vanillukrem: (þarf 2x-3x í uppskriftina hér að ofan)
2 eggjarauður, 3/4 dl sykur, 1/2 dl hveiti, 2 dl sjóðheit mjólk.
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman,hveiti hrært saman við og sjóðandi mjólk síðast. Setjið í pott og hitið við vægan hita þar til þykknar (2-3 mín) passa að brenni ekki, látið kólna.
Má frysta.


Bounty nammi

3 1/2 dl kókosmjöl,

 2dl flórsykur,

 1/2 dl rjómi,

40 gr smjör.

 Allt hitað saman í potti og kælt.

Mótuð lítil stykki og dýft í súkkulaði ljóst eða dökkt eftir smekk.

 

Algert  sælgæti


crepes

Pönnukökudeig:

4 dl. hveiti

¼ tsk. natron

½ tsk. salt

2 lítil egg

6 dl. mjólk

4 msk. smjör (olía)

Blandið saman hveiti, salti og natron. Hrærið 4 dl. af mjólkinni saman við í kekkjalausan jafning.

Hrærið svo eggjum og því sem eftir er af mjólkinni saman við. Setjið svo brætt smjörið eða olíuna út í deigið.

Fylling:

Soðin hrísgrjón

Skinka - skorin í ferninga

sneiddur blaðlaukur

Græn paprika - skorin tiltölulega smátt

Ostur í sneiðum

Sinnepssósa:

Majones og sýrður rjómi til helminga (smekksatriði)

Slatti af sætu sinnepi (í stórum gulum brúsum)

Smávegis af Season All kryddi ef vill.

Hvítlaukssósa:

Majones og sýrður rjómi til helminga

Hvítlauksduft eða hvítlauksmauk í krukku

(ef notuð eru pressuð hvítlauksrif, þá verður að fara varlega, því hætta er á að sósan verði of sterk)

Steinselja (slatti)

Krydda örlítið með Season All


Bananaskúffukaka

Kakan:
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
300 g sykur
4msk kakó
125 g smjörlíki (1 1/4 dl olía)
2 1/2 dl mjólk(súrmjólk)
2 egg
cream of tartar á hnífsoddi
1 tsk kanell (má sleppa ef vill)

Bananakrem:
3 bananar
150 g flórsykur(má vera tropical)
175 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði raspað

Súkkulaðikrem:
2 egg (4 eggjarauður ef þú ert að nota hvíturnar í annað það er örlítið betra)
60 g flórsykur
50 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði


Kakan:
Blandið þurrefnunum saman og myljið smjörlíkið í og vætið með 2/3 af mjólkinni. Hrært í 2 mín. Eggjunum og restinni af mjólkinni er bætt útí og hrært í 2 mín. Bakað í 2 tertubotnum í 30 - 40 mín. við 175°C

Bananakremið:
Merjið banana. Þeytið flórsykur og smjörlíki saman og bætið súkkulaðinu ásamt bönunum út í. Smyrið á neðri botninn og leggið hinn yfir.

Súkkulaðikrem:
Bræðið smjörlíkið og súkkulaðið. Þeytið eggin og flórsykurinn saman, bætið súkkulaðibráðinni saman við. Hjúpið kökuna með kreminu og skreytið eftir tilefni.

Það er líka hægt að baka þetta sem skúffuköku (ef þú notar ofnskúffuna er betra að gera 1 1/2

uppskrift af kökunni) og smyrja bananakreminu yfir og svo súkkulaðikreminu beint ofaná

bananakremið þá er þetta svipað og er selt í sumum bakaríum.

 

 


Rice crispies kransakaka

Hér er uppskrift úr Gestgjafanum sem ég notaði til að gera Rice krispies kransaköku


480g Nóa siríus súkklaðihjúpur
1 lítil dós síróp (grænu dósirnar)
150g smjör
280g Kellogg's Rice krispies

Súkklaðihjúpurinn, sírópið og smjörið sett í pott og hrært stöðugt á meðan súkklaðið er að bráðna,

hitað vel i 2 mínútur og hrært áfram. Rice krispies sett út í og sett í smurð kransakökuform.


Fest saman með suðusúkkulaði


Kryddkaka

Brún formkaka


250 gr smjörlíki, 250 gr sykur


1 1/2 tsk lyftiduft, 500 gr hveiti, 3 1/2 dl mjólk, 1 tsk natron,2 tsk kanill,2 tsk kardimommur, 1 1/2

tsk negull, 2 egg....

 

Þeir sem endilega  vilja geta  bætt saman við deigið 1-2 dl af rúsínum  en ég geri það ekki,enda lítið fyrir rúsínur..


Dugar í 2 jólakökuform, bakað við ca 180 gráðu hita í ca 45 mín.


Æðisleg kaka,gott að eiga í frysti :)


MUFFINS

grunnuppskrift muffins  (lítil uppskrift)


150 gr mjúkt smjörlíki,2 dl sykur, 2 egg,3 dl hveiti,1 tsk lyftiduft, 1/2 dl heitt vatn.


Svo er bara að velja hvernig muffins:)

Appelsínumuffins
.1 skammtur grunnmuffins+ safi og hýði úr einni appelsínu

Súkkulaðimuffins
1 skammtur grunnuppskrift+ 1 msk kakó,1 tsk vanilludropar.

Berjamuffins
1 skammtur grunnuppskrift + 1 1/2 dl bláber eða önnur ber að eigin vali.

Súkkulaðibitamuffins
1 skammtur grunnuppskrift+ 100 gr saxað súkkulaði t.d piparmyntu eða appelsínbragð.


Piparpúkaterta

Partýkaka piparpúkanna  (nói síríus)

Botn:
4 eggjahvítur
3 dl sykur
100 gr rice crispies

Hitið ofninn í 150°C. Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Bætið rice cispies út í og smyrjið deiginu í 2 botna á bökunarpappír. Bakið í 40 mín., slökkvið á hitanum og látið botnana þorna í ofninum.

Piparpúkafylling:
1 pakki piparpúkar
2 msk. flórsykur
1 dl rjómi
3 dl rjómi,þeyttur (notað á milli botnanna)

Setjið piparpúkana í pott ásamt rjómanum og flórsykrinum og hitið við vægan hita þar til þeir bráðna ( Hafið minnsta mögulega hita og þið getið,eyðileggst við of háan hita,svo tekur þetta soldna stund að bráðna,þeir þurfa samt ekkert að bráðna alveg)
Stífþeytið rjómann og smyrjið á annan botninn. Látið mesta hitann rjúka úr púkafyllingunni og dreifið henni síðan með skeið yfir rjómann. Leggið botninn yfir og skreytið með þeyttum rjóma og bræddum piparpúkum eða súkkulaði.

Ég er vön að setja rjómann bara á milli,svo piparpúkafyllinguna á milli og svo ofan á kökuna. umm nammi:)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband