Þriðjudagur, 23. september 2008
Möndluterta með karamelluhjúp
Möndluterta með karamelluhjúp.
3 eggjahvítur, 100 gr möndluflögur muldar smátt, 1 tsk hveiti, 100 gr sykur ( 20-22 cm form)Eggjahvítur stífþeyttar, sykri bætt saman við og þeytt vel, möndlum og hveiti bætt varlega saman við.Bakað við 180 gráður í ca 15-20 mín.
Karamellukrem.
1 1/2 dl rjómi, 1/2 dl mjólk, 100 gr sykur, 2 msk sýróp, allt sett í pott og látið sjóða við vægan hita í 15-20 mín eða þar til húnfer að þykkjast. Ath að karamellan þykknar þegar hún kólnar þannig að passa að hún verði ekki of stíf
Hellið karamellunni yfir kaldan botninn, 2 1/2 dl af léttþeyttum rjóma smurt ofan á, ekki samt alveg út á brúnirnar og stráið kakói eða súkkulaðispænum yfir til skrauts.
Stal þessari úr gestgjafanum fyrir mörgum árum og hún er pottþétt góð.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.