Hnetudraumur

Fann þessa uppskrift í norsku blaði fyrir mörgum árum,hún er mjög góð þessi.

 

Hnetudraumur.


200 gr smátt saxaðar heslihnetur eða notið  heslihnetuflögur, 150 gr sykur, 4 egg.
Egg og sykur stífþeytt, hnetum bætt varlega saman við. Bakað í tveim vel smurðum formum við 175 gráðu hita í ca 30 mín. Kælið.


Mokkakrem:


100 gr mjólkursúkkulaði, 1/2 dl sterkt kaffi , 1/4 l rjómi. Leysið súkkulaðið upp í heitu kaffinu, bætið rjóma saman við og látið suðuna koma upp. Kælið vel, helst yfir nótt. Stífþeytið þá kremið og setjið helmingin á milli botnana , niðursoðnar perur í bitum þar ofan á, svo hinn botninn. Skreytið með þeyttum rjóma og afganginum af mokkakreminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband