Miðvikudagur, 24. september 2008
skonsur
nokkrar uppskriftir að skonsum sem ég hef geymt,hef ekki prufað þær allar:)
Skonsur:
1 bolli sykur
3 bollar hveiti
3 bollar mjólk
3 egg
3 tsk lyftiduft
Oooofureinföld uppskrift... ég nota stundum minni sykur, finnst þetta soldið mikið, nota oftast ekki meira en hálfan bolla. En þær eru líka hriiikalega góðar með sykrinum í.
Öllu skellt í hrærivél og hrært vel...eða í höndunum, það er líka ekkert mál :o)
Pönnukökupanna hituð á lágum hita, sett smá smjörlíki.
Ein ausa er oftast nóg í eina skonsu...
Skonsan er tilbúin í "snúning" þegar loftbólurnar eru byrjaðar að springa án þess að lokast....þ.e.a.s. gígar farnir að myndast... þarf ekki langan tíma á hinni hliðinni... er tilbúin þegar hún hefur tekið ljóskaramellubrúnan lit.
Mikilvægt að prófa sig áfram í hitanum... ég er oftast með stillt á 2 eða 3 af 6 mögulegum... er með gamla eldavél.
Borðist helst volgar með smjöri og ost, og/eða góðu salati, td skinkusalat, eggjasalat, baunasalat, rækjusalat... nota ímyndunaraflið :o)
Skonsu uppskirftin er svona (þetta er frekar stór uppskrift!)
4 bollar hveiti
1 bolli sykur
4 egg
5 tsk. lyftiduft
6 dl mjólk
Allt hrært saman og steikt á pönnukökupönnu. Degið á að vera frekar þykkt.
Á skonsu "tertuna" hef ég sett (öllu raðað voða vel....)
Smyr allar skonsurnar með pítu eða grænmetissósu (pítu er betri), ekkert alltof þykkt lag, smyr þá frekar á báðar hliðar.
Raða icebergblaði á hverja (strax á eftir sósunni)
Skinka
Paprika
Gúrka
Egg
rauðlaukur
tómatar (þá set ég bara á efsta lagið, þeir verða oft svo blautir þannig fínt að setja þá bara efst.
Minnir að það hafi ekki verið neitt fleira sem ég hef sett á þetta en ef þú villt það þá er það örugglega voðalega gott.
Enn einar skonsur
3 dl hveiti
2-3 msk sykur
3 msk olía
0.5-1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1-2 egg
vanilludropar
2-2.5 dl mjólk
nota bara steikarpönnuna og geri þessa 2 falda enda erum við 6 í heimili
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.