Miðvikudagur, 24. september 2008
Hveitikökur að vestan
Hérna kemur uppskriftin af Vestfirskum hveitikökum
1 kg. hveiti
200 gr. smjörlíki
4 msk sykur
2 stk. egg
8 tsk. lyftiduft
1/2 til 1 tsk. salt
5 dl. súrmjólk
1 dl. mjólk
3 kúfaðar matskeiðar kartöflumús ( ég nota bara pakkamús)
Hræra saman sykur og smjörlíki
bæta eggjunum út í einu í einu
Þurrefni saman við og jafna
vökvi út í
hnoða í hrærivélinni en ekki of mikið svo kökurnar verði ekki seigar
hnoða í höndum þar til deigið er tilbúið til að verða flatt út en þá eru kökurnar skornar undan diski ekki of stórum samt ca. eins og pönnukökupanna að stærð
kökurnar eru síðan bakaðar á pönnukökupönnu (ekki setja neitt smjörlíki á pönnuna, hún á að vera þurr) og gaffli stungið í kökurnar svon á víð og dreif.
Þetta er geggjað með smjöri og ekki verra með hangikjötssneið ofaná, einnig bara gott með osti og hverju sem er.
1 kg. hveiti
200 gr. smjörlíki
4 msk sykur
2 stk. egg
8 tsk. lyftiduft
1/2 til 1 tsk. salt
5 dl. súrmjólk
1 dl. mjólk
3 kúfaðar matskeiðar kartöflumús ( ég nota bara pakkamús)
Hræra saman sykur og smjörlíki
bæta eggjunum út í einu í einu
Þurrefni saman við og jafna
vökvi út í
hnoða í hrærivélinni en ekki of mikið svo kökurnar verði ekki seigar
hnoða í höndum þar til deigið er tilbúið til að verða flatt út en þá eru kökurnar skornar undan diski ekki of stórum samt ca. eins og pönnukökupanna að stærð
kökurnar eru síðan bakaðar á pönnukökupönnu (ekki setja neitt smjörlíki á pönnuna, hún á að vera þurr) og gaffli stungið í kökurnar svon á víð og dreif.
Þetta er geggjað með smjöri og ekki verra með hangikjötssneið ofaná, einnig bara gott með osti og hverju sem er.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.