Miðvikudagur, 24. september 2008
Dísudraumur
Dísuterta ( algjör draumur)
4 eggjahvítur,
2 dl sykur,
1 dl púðursykur,
2-3 dl rice crispies.
Krem ofan á:
4 eggjarauður,
50 gr flórsykur,
100 gr suðusúkkulaði,
40 gr smjör(líki)
Þeytið eggjahvítur og sykur ofsalega vel saman, bætið rís saman við. Bakað í tveim formum ( ég set álpappír í forminn og pensla með matarolíu enþað þarf kannski ekki að taka fram, þið kunnið þetta ábyggilega) Bakið við 150 gráðu hita í eina klst. Látið kólna í ofninum.
Á milli fer 1/2 l af rjóma þeyttur .
Krem:
Mér finnst persónulega alltaf betra að nota smjör í svona krem, það verður mikið mýkra.
Eggjarauður og flórsykur hrært vel saman, bræðið súkkulaði og smjörlíki og hrærið varlega saman við eggjarauðublönduna. Látið kremið drjupa með skeið ofan á kökuna og niður með hliðum.
4 eggjahvítur,
2 dl sykur,
1 dl púðursykur,
2-3 dl rice crispies.
Krem ofan á:
4 eggjarauður,
50 gr flórsykur,
100 gr suðusúkkulaði,
40 gr smjör(líki)
Þeytið eggjahvítur og sykur ofsalega vel saman, bætið rís saman við. Bakað í tveim formum ( ég set álpappír í forminn og pensla með matarolíu enþað þarf kannski ekki að taka fram, þið kunnið þetta ábyggilega) Bakið við 150 gráðu hita í eina klst. Látið kólna í ofninum.
Á milli fer 1/2 l af rjóma þeyttur .
Krem:
Mér finnst persónulega alltaf betra að nota smjör í svona krem, það verður mikið mýkra.
Eggjarauður og flórsykur hrært vel saman, bræðið súkkulaði og smjörlíki og hrærið varlega saman við eggjarauðublönduna. Látið kremið drjupa með skeið ofan á kökuna og niður með hliðum.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.