Miðvikudagur, 24. september 2008
Sælkeramaregnskaka sem klikkar aldrei
Botnar. 4 eggjahvítur, 200 gr sykur, 70 gr kornflex, 1/2 tsk lyftiduft.
Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum saman við og lyftidufti og þeytið vel. Að síðustu vel muldar
kornflögurnar. Setjið álpappír í tvö form ( ca 22 cm) sprayið með cookie feiti eða penslið með
matarolíu. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið við 150 gráðu hita í klukkutíma. Ég læt þetta alltaf
kólna í ofninum.
Makkarónurjómi.
1/2 lítri rjómi, 100 gr suðusúkkulaði, 50 gr makkarónukökur (10
stk) 1/2 dl Grand Mariner líkkjör (má sl) 1 bakki fersk jarðarber. Þeytið rjóman ,myljið
makkarónukökurnar eða leggið þær í bleyti í líkkjörinn ef þið notið hann, blandað saman við rjóman,
og að síðustu smátt skorin jarðarber og súkkulaði.Sett á milli botnana og látið jafna sig í kæli í
sólarhring.
Má frysta.
Uppskriftin var í Nýjum Eftirlætisréttum og hefur margoft sómt sér vel á veisluborðum hjá mér,terta
sem rennur ljúflega niður.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.