Piparpúkaterta

Partýkaka piparpúkanna  (nói síríus)

Botn:
4 eggjahvítur
3 dl sykur
100 gr rice crispies

Hitið ofninn í 150°C. Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Bætið rice cispies út í og smyrjið deiginu í 2 botna á bökunarpappír. Bakið í 40 mín., slökkvið á hitanum og látið botnana þorna í ofninum.

Piparpúkafylling:
1 pakki piparpúkar
2 msk. flórsykur
1 dl rjómi
3 dl rjómi,þeyttur (notað á milli botnanna)

Setjið piparpúkana í pott ásamt rjómanum og flórsykrinum og hitið við vægan hita þar til þeir bráðna ( Hafið minnsta mögulega hita og þið getið,eyðileggst við of háan hita,svo tekur þetta soldna stund að bráðna,þeir þurfa samt ekkert að bráðna alveg)
Stífþeytið rjómann og smyrjið á annan botninn. Látið mesta hitann rjúka úr púkafyllingunni og dreifið henni síðan með skeið yfir rjómann. Leggið botninn yfir og skreytið með þeyttum rjóma og bræddum piparpúkum eða súkkulaði.

Ég er vön að setja rjómann bara á milli,svo piparpúkafyllinguna á milli og svo ofan á kökuna. umm nammi:)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband