Fimmtudagur, 25. september 2008
Bananaskúffukaka
Kakan:
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
300 g sykur
4msk kakó
125 g smjörlíki (1 1/4 dl olía)
2 1/2 dl mjólk(súrmjólk)
2 egg
cream of tartar á hnífsoddi
1 tsk kanell (má sleppa ef vill)
Bananakrem:
3 bananar
150 g flórsykur(má vera tropical)
175 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði raspað
Súkkulaðikrem:
2 egg (4 eggjarauður ef þú ert að nota hvíturnar í annað það er örlítið betra)
60 g flórsykur
50 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði
Kakan:
Blandið þurrefnunum saman og myljið smjörlíkið í og vætið með 2/3 af mjólkinni. Hrært í 2 mín. Eggjunum og restinni af mjólkinni er bætt útí og hrært í 2 mín. Bakað í 2 tertubotnum í 30 - 40 mín. við 175°C
Bananakremið:
Merjið banana. Þeytið flórsykur og smjörlíki saman og bætið súkkulaðinu ásamt bönunum út í. Smyrið á neðri botninn og leggið hinn yfir.
Súkkulaðikrem:
Bræðið smjörlíkið og súkkulaðið. Þeytið eggin og flórsykurinn saman, bætið súkkulaðibráðinni saman við. Hjúpið kökuna með kreminu og skreytið eftir tilefni.
Það er líka hægt að baka þetta sem skúffuköku (ef þú notar ofnskúffuna er betra að gera 1 1/2
uppskrift af kökunni) og smyrja bananakreminu yfir og svo súkkulaðikreminu beint ofaná
bananakremið þá er þetta svipað og er selt í sumum bakaríum.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.