æðislegar gerbollur með vanillukremi

Frekar stór uppskrift ( ca 80 bollur)

100 gr ger, 300 gr smjörlíki, 1 l mjólk, 4 egg, 3 tsk salt, 4 dl sykur, 1500-2000 gr hveiti.
Gerið sett í skál, smjörið brætt og mjólkinni blandað saman við og látið verða fingurvolgt. Þá er vökvannum hellt yfir gerið, eggi,sykri,salti og sigtuðu hveiti bætt saman við. Hnoðið vel þar til deigið er samfellt .
Hefist í 40 mín. Skiptið deiginu í 4-6 hluta. Keflið út einn hluta og setjið smá doppu af vanillukreminu ( eða sultu) með vissu millibili á deigið, keflið út annan deighluta og leggið hann ofan á hinn, stingið svo út bollur með glasi og reynið aðhafa kremið/sultuna í miðjunni. Hefist áfram í 30 mín, Bakað við 200 gráðu hita í ca 8-10 mín.

vanillukrem: (þarf 2x-3x í uppskriftina hér að ofan)
2 eggjarauður, 3/4 dl sykur, 1/2 dl hveiti, 2 dl sjóðheit mjólk.
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman,hveiti hrært saman við og sjóðandi mjólk síðast. Setjið í pott og hitið við vægan hita þar til þykknar (2-3 mín) passa að brenni ekki, látið kólna.
Má frysta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband