Laugardagur, 4. október 2008
Brauð bakað í ofnskúffu
Ofnskúffusmábrauð (30-40 stk)
50 gr pressuger, 50 gr smjörlíki eða 1/2 dl matarolía, 6 dl mjólk eða vatn, 2 tsk salt, 2 tsk sykur, 1 dl hveitiklíð, uþb 1,2 lítri hveitiTil penslunar og skrauts, egg og birkifræ.
Hnoðað deig,á að vera laust í sér. Setjið í smurða ofnskúffu, merkið með kleinuhjóli eða hníf hæfilega stóra bita (skera rákir þvers og langs)pikkið deigið með gaffli, breiðið klút yfir og látið hefast í 30 mín. Penslið með mjólk/eggi og stráið/sesam og birkifræjum yfir. Bakað í miðjum ofni við 225 gráðu hita í 15 mín. Hvolfið varlega úr skúffunni.Er best nýbakað, geymist í lokuðu íláti eða plastpoka í 1-2 daga en í frysti allt að 9 mánuði.Mjög fallegt að hafa þetta á veisluborði,þá tekur hver og einn gestur bara bita fyrir sig.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.