Rice Crispies kaka með karamellukremi

Botnar:
5 eggjahvítur 2dl sykur 2dl púðursykur 2 bollar rice crispies.

Þeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur vel saman og blandið síðan rice crispies varlega út í með sleif. Setjið í 2 form smurð og klædd álpappír, og bakið við 150 gráða hita í eina klukkustund.  Kælið.


Þeytið  hálfan líter (5dl) af rjóma og setjið á milli botnanna.


Karamellukrem:

2 dl. rjómi 100 gr púðursykur 2 msk síróp 30 gr smjör 1tsk vanilla.

Setjið rjóma,púðursykur og síróp saman í pott og sjóðið við mjög vægan hita þar til blandan verður þykk. Bætið út í smjöri og vanillu. Kælið og hellið yfir tertuna og jafnið út með sleikju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband