Royal appelsínukaka


50 gr smjörlíki,100 gr sykur eða púðursykur, 2 eggjarauður, 1 1/2 dl mjólk, 125 gr hveiti, 3 tsk lyftiduft, 1 tsk vanilludropar.
 
 
kremið:
2 eggjahvítur, 175 gr sykur rifið hýði af einni appelsínu 1-2 apelsínur til skrauts


Venjulegt hrært deig, bakað í tveim smurðum formum við 200 gráður í 15-20 mín.
 
 
Kremið:
eggjahvítur stífþeyttar, sykrinum hrært gætilega saman við og appelsínuhýðinu einnig.
Setjið smákrem á annan botnin, raðið appelsínubátunum þar ofan á og svo smá krem, restin af kreminu fer ofan á kökuna.
Má raða appelsínum ofan á líka og /eða rifnu appelsínuhýði.
 
Þessa köku bakaði mamma stundum þegar ég var  lítil,okkur systkinunum þótti  hún æðislega góð:)  Börnunum mínum þótti hún ekki eins  góð þegar ég bakaði hana ;)
En   nafnið má rekja til bæklingsins sem uppskriftin var í. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband