Öðruvísi rjómaterta (suðræn og seiðandi)


Botnar:
3 egg, 2 dl sykur, 2 dl hveiti, 1 tsk lyftiduft.
 
Fylling:
2 eggjarauður, 1/2 dl flórsykur, 1/2 dl vatn, 1 tsk kartöfflumjöl, 1 dl ávaxtasafi með suðrænu bragði(sunnan 10 eða frissi) 2 dl rjómi.
 
Skraut:
3-4 dl rjómi, 1 klasi græn vínber,1 kiwi,10-12 jarðarber, 1/2 ds ns mandarínur eða ferskjur ,200 gr möndluspænir.


Venjulegir þeyttir botnar,bakaðir í tveim formum við 200 gráðu hita í  ca 10-15 mín.
 
Setjið eggjarauður,flórsykur,vatn,kartöflumjöl og safa í pott og þeytið vel saman,hitið að suðu.Kælið. Blandið svo stífþeyttum rjómanum saman við.
 
Bleytið botnana með ávaxtasafa og setjið fyllinguna  á milli.smyrjið líka hliðarnar og ofan á.
Látið kökuna  bíða innpakkaða í nokkrar klst í kæli. Þá er hún skreytt með stífþeyttum rjóma og ferskum ávöxtum.
Möndlurnar eru ristaðar á þurri pönnu og þrýst á hliðarnar á kökunni og ef  afgangur er þá ofan á kökuna sjálfa.
Mjög falleg kaka á borði og bragðgóð, gerði hana fyrir skírnarveislu og hún sló í gegn. Verði ykkur að góðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband