Valhnetuterta



6 egg, 100 gr sykur, 60 gr hveiti, 60 gr kartöfflumjöl, 2 tsk lyftiduft, 100 gr saxaðir valhnetukjarnar.
Þeytt deig, bakað í tveim vel smurðum formum við 175 gráðu hita í ca 40 mín.
 
Valhnetukrem:
4 matarlímsblöð, 3 eggjarauður, 1 dl rjómi, 2 msk sykur, 1 vanillustöng eða 1 tsk vanillusykur, 5 dl rjómi, 150 gr saxaðar valhnetur 1/2 dl sherry, 5 dl rjómi.
Matarlím lagt í bleyti í kalt vatn í 10 mín, tekið upp úr og kreist. Setjið eggjarauður,sykur,vanillu og matarlím í pott og hitið að suðu, hrærið stöðugt í þar til matarlímið er að fullu uppleyst. Látið kólna og fjarlægið vanillustöngina ef hún var notuð.
Þegar þetta er orðið kalt er 5 dl af þeyttum rjóma hrært samn við ásamt sherry og söxuðum valhnetum. SEtt á milli botnannna og ofan á.
Skreytið að síðustu með 5 dl af  þeyttum rjóma. Stráið valhnetum yfir til skrauts.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband