Svampterta Royal

Royal svampterta


    125 gr hveiti, 155 gr sykur, 125 gr smjör(líki)
    3 egg, 1 1/2 tsk lyftiduft,1 msk kakó, 3 msk heitt vatn ( meira ef þér finnst þurfa)
    Þeytið vel saman smjör(líki) og sykur, bætið eggjum í einu í einu og þeytið vel á milli, sigtið þurrefnin saman við og þynnið e. þörfum með heitu vatni.
    Uppskriftin passar í tvö hringlaga mót. Bakað við 200 gráður .
    
    Stundum set ég smjörkrem á milli botnanna og ofan á, og skreyti jafnvel með nammi f. barnaafmæli.


    Eða ég  geri tvær tertur úr þessu og set sírópskrem ofan á.


    Það geri ég  svona, þeyti saman 6 msk af sírópi og 3 eggjahvítur( geri þetta í hrærivélinni því þetta tekur þó nokkrastund að verða nógu stíft. Skipti þessu ofan á  botnana og skreyti með t.d rifnu súkkulaði eða marglitu kökuskrauti.


    Eða ég set kökuna í sparibúning  með
Súkkulaðimúsarkrem
Bræðið 200 gr af súkkulaði e. smekk í 1/2 l af rjóma við vægan hita.
Kælið vel, gjarnan yfir nótt í ísskáp, þá er þetta stífþeytt eins og rjómi og sett á milli botnanna.
Best er að nota rjómasúkkulaði finnst mér en sumir blanda saman suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband