Laugardagur, 4. október 2008
Guðdómleg ostakaka
Botn:
1 Siríus rjómasúkkulaði, karamellufyllt
ca. 1 pakki Homeblest eða McWeeties súkkulaðikex
Fylling:
400 gr rjómaostur
1 dós karamellujógúrt
½ dl sykur
6 blöð matarlím
3 msk sítrónusafi
1 Siríus rjómasúkkulaði, karamellufyllt
1½ dl rjómi
Karamellukrem:
40 ljósar Nóa töggur
1 dl rjómi
Myljið súkkulaðikexið í matvinnsluvél.
Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við mylsnuna. Þrýstið þessu í botninn á lausbotna formi, 23 cm í þvermál. Kælið.
Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn.
Hrærið rjómaostinn með karamellujógúrtinu og sykrinum. Kreistið vatnið af matarlíminu, bræðið yfir vatnsbaði og blandið sítrónusafa saman við. Hellið matarlímsblöndunni saman við ostablönduna og blandið vel. Bætið þeytta rjómanum út í ásamt brytjuðu karamellusúkkulaði. Hellið ostakreminu yfir botninn og kælið vel. Hitið karamellurnar og rjómann við vægan hita. Smyrjið þessu yfir ostakremið.
1 Siríus rjómasúkkulaði, karamellufyllt
ca. 1 pakki Homeblest eða McWeeties súkkulaðikex
Fylling:
400 gr rjómaostur
1 dós karamellujógúrt
½ dl sykur
6 blöð matarlím
3 msk sítrónusafi
1 Siríus rjómasúkkulaði, karamellufyllt
1½ dl rjómi
Karamellukrem:
40 ljósar Nóa töggur
1 dl rjómi
Myljið súkkulaðikexið í matvinnsluvél.
Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við mylsnuna. Þrýstið þessu í botninn á lausbotna formi, 23 cm í þvermál. Kælið.
Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn.
Hrærið rjómaostinn með karamellujógúrtinu og sykrinum. Kreistið vatnið af matarlíminu, bræðið yfir vatnsbaði og blandið sítrónusafa saman við. Hellið matarlímsblöndunni saman við ostablönduna og blandið vel. Bætið þeytta rjómanum út í ásamt brytjuðu karamellusúkkulaði. Hellið ostakreminu yfir botninn og kælið vel. Hitið karamellurnar og rjómann við vægan hita. Smyrjið þessu yfir ostakremið.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.