Laugardagur, 4. október 2008
Sítrónuhringur
Sítrónuhringur. 2 eggjarauður, 100gr flórsykur, 2 1/2tsk vanillusykur, 6 matarlímsblöð, 4 msk ferskur sítrónusafi, 5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur vel saman.Matarlímsblöðinlögð í kalt vatn í 5 mín. Kreistið safan úr sítrónunni, og hitið, bræðið matarlímið í því. Látið mesta hitan rjúka úr, hellið svo saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið varlega á meðan. Þeytið rjóman og blandið honum saman við. Skolið hringlaga mót ( gjarnan með gati í miðjunni) með köldu vatni og hellið blöndunni í. Látið stífna í ísskáp í amk 3 klst.Hvolfið þá frómasnum á fat og raðið a´vaxtablöndunni í miðjuna og í kring. Flott að skreyta með þeyttum rjóma. Avaxtablanda: 1 mangóávöxtur, (án hýðis) 4 kiwi, 10-15 vínber, 3 perur. Allt skorið í smábita. |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.