Kjúklinga lasagna

Fyrir 6
Hráefni
500 gr. brytjaður kjúklingur
1 dós (16 oz) niðursoðnir tómatar
1 dós (6 oz) tómat púrra
1 ½ msk söxuð steinselja
1 ½ tsk salt
1 tsk basil
u.þ.b. 200 gr Lasagna plötur
2 dósir kotasæla, hrein
1 egg, slegið saman
¼ tsk pipar
180 gr Mozzarella ostur
¼ bolli Parmesan ostur
Matreiðsla
Setjið kjúklinginn á meðalheita pönnu og hrærið af og til í 6 mínútur. Setjið niðursoðnu tómatana, tómatpúrruna, ½ tsk af steinseljunni og 1 tsk af saltinu í blandara og hrærið vel saman. Hrærið blöndunni saman við kjúklinginn á pönnunni og látið malla í u.þ.b. 20 mínútur. Blandið saman í skál afganginum af steinseljunni, afganginum af saltinu, kotasælunni, egginu og pipar.
Setjið nú allt í eldfast mót. Fyrst kjúklinginn, þá kotasælublönduna , mozzarella ost, og síðan lasagna plöturnar, aftur kjúkling og síðan parmesan ost. (eða blandið eins og hverjum þykir best)
Mjög gott er að geyma í ísskáp yfir nótt áður en eldað en ekki nauðsynlegt. Setjið í 190° heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband