Kjúklinga lasagna frá Mexikó

Mexikóskt lasagne
5-6 kjúklingabringur
½ laukur
2 rauðar paprikur eða 1 stór
Eitt bréf Burrito kryddmix, og má vera taco kryddmix.
2 dósir af salsa sósu
½ líter matarrjómi
6 tortilla pönnukökur

Kjúklingabringurnar eru skornar í teninga, laukurinn skorinn smáttog paprika í teninga.

Laukur steikur ásamt paprikunni, kjúklingum bætt útí og kryddmixinu blandað við, láta krauma þangað til kjúklingurinn er steiktur, og þá bæta salsa sósu og matarrjómanum útí, láta malla í smá stund.

Eldfastmót, þekja þarf botnin af burrito pönnukökum, klippa til pönnukökurnar, svo er kjúklingarétturinn og pönnukökurnar sett til skiptis, kjúklingurinn þarf að vera efst, svo er settur gratíneraður ostur yfir og látið vera inní þangað til osturinn er bráðnaður og smá brúnn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband