Kjúklingabringur í sinnepsrjómasósu



Fyrir 4

2-3 kjúklingabringur
3-4 sveppir
1/2 púrrulaukur
1 dl hvítvín
3-4 dl soðið vatn + teningur (kjúklingasoð)
3 tsk honey dijon sinnep (meira ef vill)
1pk matreiðslurjómi
kjúklingakrydd frá pottagöldrum
pipar og salt

Matreiðsla:
Skerið bringurnar í litla bita, kryddið og steikið í smá olíu, ásamt sveppum og lauk, þangað til kjöt er orðið hvítt. Hellið hvítvíni útí, því næst kjúklingasoði. Bætið sinnepi út í og að lokum rjóma og þykkið með maizena.

Borið fram með hrísgrjónum, salati og brauði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband