Parmesan kjúklingur

 

2 kjúklingabringur
4 hvítlauksrif,pressuð (lítil)
200 g. smjör (ekki smjörlíki)
paprikduft,eftir smekk
2 bollar sýrður rjómi
sítrónusneiðar
2 bollar parmesan ostur sem búið er að salta með 2 tsk. salti og 1/2 tsk. af svörtum pipar
Hitið hvítlauk í smjöri á meðan það er að bráðna. Kælið aðeins og blandið síðan helm. af hvítlaukssmjörinu saman við sýrða rjómann. Smyrjið kjúklingabringurnar og sparið ekki smjörblönduna. Veltið upp úr Parmesan osti. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast fat,smurt. Bakið í ofni í ca. 25 mín. 175-200 gráður. Smyrjið oft með smjöri. Síðustu fimm mín. grillið til að osturinn brúnist. Berið fram með sítrónusneiðum, grænu salati og pasta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband