Indverskur karríkjúklingur með kókoshnetubragði

1 kjúklingur (má nota bringur)

2 litlir laukar
3 msk. matarolía
1 tsk. garam masala krydd
1 tsk. turmeric
1 tsk. koriander
1 tsk. cumin (indverskt krydd en ekki kúmen eins og í bakstur og í kringlu
1/2 tsk. chiliduft
3 msk. tómatkraftur (pure)
1 kramið hvítlauksrif
70 g. kókoshnetukjarni (cremed coconut,fæst m.a. í Hagkaup,Nóatúni og fl.)
1-2 tsk. salt
2-3 dl. vatn
1/2 dl. rjómi

Kjúklingurinn úrbeinaður (latir geta keypt bringur Coolog kjötið skorið í fremur litla bita. Laukurinn saxaður og hitaður í olíunni í potti í 3-4 mín (hitastilling 3). Garam masala,tumeric,koriender,kúmen-og chiliduft blandað saman við laukinn og látið malla í 5-6 mín (stöðugt hrært í,má ekki festast eða brenna). Þá er tómatkrafti og hvítlauk loks bætt í og enn hrært í 1-2 mín.
Síðan er kókosnetukjarnanum bætt í og hann leystur upp smám saman með vatninu. Þegar því er lokið er kjötið sett í pottinn og það soðið í ca. hálftíma. Annað slagið skal hrært í pottinum og sósan þynnt með vatni ef þörf er á. Þess skal gætt að hún verði hvorki of þunn (vatnskennd) eða of þykk. Undir lokin er saltinu og rjómanum bætt í. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og e.t.v. heitu Nan-brauði.
Þessi klikkar aldrei - bragðgóður og einfaldur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband