Mánudagur, 27. október 2008
Kálfa Gordon blue
4 x ca 150 gr þunnar kálfasneiðar eða snitsel4 skinkusneiðar,100 gr gr´ðaostur skorinn í 4 bita,1 egg,1 dl mjólk,1 dl hveiti,2 dl rasp,salt og pipar e. smekk
Leggið skinkusneiðarnar á kálfakjötið, síðan ostin þar ofan á og brjótið sneiðarnar saman.Setjið hveitið á disk,þeytið saman egg og mjólk á öðrum diski og setjið raspið á þann þriðja.Veltið kjötinu fyrst upp úr hveiti,svo eggjablöndu og síðast raspnum. Gott er að velta tvisvar uppúr eggi og raspi. þ.e. endurtaka processinn en sleppa hveitinu.Steikt á pönnu, þar ril raspið fær fallegan lit 1-2 mín á hvorri hlið. Setjið é eldfast mót inn í ofn (180 gráður) í ca 5 mín.Rauðvínssósa:1/2 saxaður laukur, 5 sveppir skornir smátt,2 msk olía,2 lárviðarlauf, 1/2 tsk timjan,2 dl rauðvín(má vera óáfengt) 4 dl vatn, nautakjötskraftur, salt og pipar, 40 gr smjör, sósujafnari.Steikið lauk og sveppi í potti,bætið þá víninu saman við ásamt kryddinu og sjóðið niður að 3/4. Bætið þá vatninu saman við og þykkið sósuna,bragðbætt með salti og pipar.Þeytið smjörinu saman við rétt áður en sósan er borin fram.ATH sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið saman við.Berið smjörsteiktar kartöflur og blandað grænmeti með þessu.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.