Mánudagur, 27. október 2008
Piparbuff
800 gr hakk,2 eggjarauður og 2 dl af rjóma og krydd e,smekk(salt,pipar,sesonall, laukduft,paprikuduft eða e-ð), hrærir saman , mótar 4 buff og steikir á pönnu.
Meðlæti, laukhringir og sveppir léttsteiktir. T.d Bökuð kartafla eða gratín, léttsoðið grænmeti e.smekk og svo punkturinn yfir iið
Grænpiparsósa
2 perlulaukar brúnaðir á pönnu, 4 dl hvítvín og 4 dl kjötkraftur (vatn+teningur) hellt yfir, látið smásjóða í ca 10 mín, þa´er smjörklípu og 4 dl af rjóma bætt saman við og soðið þar til sósan þykknar. Þá er 1 tsk af grænum piparkornum og 2 tsk sf frönsku sinnepi, salti,pipar og nokkrum tabasco dropum bætt saman við. Látið suðuna koma upp aftur. Smakkið til. Voila.
Einfalt og þægilegt og alls ekki svona "tilbúinn" matur. Bon appetit.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.