stroganoff

 

1 kg nautakjöt,
1 laukur smátt saxaður,
100 gr ferskir sveppir(ég sleppi þeim yfirleitt)
1-2 msk tómatmauk,en ég set alltaf miklu meira :)
1-2 dl sýrður rjómi,
salt,pipar,kjötkraftur
Skerið kjötið í ca 3 cm ræmur og 1 cm á breidd, Brúnið á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar.
Sett upp til suðu í 1 lítra af vatni og soðið meyrt (1-11/2 klst) fer eftir gæðum kjötsins.
Laukur og sveppir eru steiktir a´pönnu og bætt saman við soðið,kjötkraftur, tómatmauk og sýrður rjómi sömuleiðis.
Þykkið sósuna með hveitijafningi og litið með sósulit.
Berið fram með soðnu grænmeti og stöppuðum kartöfflum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband