Fylltar bakaðar kartöflur

5 stórar bökunarkartöflur

125 gr beikon

¼ laukur

½  blaðlaukur

150 gr sveppir

100 gr rifinn ostur ef vill

Kartöflurnar þvegnar og bakaðar í 1 klst við 200°C. Þær teknar út úr ofninum og skorið ofan af þeim lok og þær holaðar að innan með skeið. Beikonið harðsteikt á pönnu, það tekið af pönnunni og laukur og blaðlaukur látnir malla í beikonfeitinni. Sveppunum fínt söxuðum bætt út á pönnuna og þeir brúnaðir í nokkrar mín. Ofninn hitaður í 230°C. Kartöflumaukið innan úr kartöflunum marið í gegn um sigti og blandað saman við beikonið, laukinn og sveppina, fyllingin sett ofna í kartöflurnar osti stráð yfir og þær bakaðar í ofni þar til osturinn er vel bráðinn.

Æðislega  gott  meðlæti eða  eitt og sér :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband