Mánudagur, 27. október 2008
Indverskur karrý fiskur...
1 glas hrísgrjón 2-3 glös vatn salt soðið í 10-15 mín.
Sett síðan í eldfast mót ásmt 1/2 dl af góðri matarolíu(blandað varlega saman við grjónin) Sléttað vel.
----------------------------------------
2 góð ysuflök, sítrónusafi, season all, salt pipar,
roðdragið flökin og beinhreinsið ef þið getið(plokkari bestur) skorið í bita og kryddað með sítronusafanum og kryddi eftir smekk Raðað ofan á hrísgrjónin.
---------------------------------------
sósan:
25 gr smjör(líki) 25 gr hveiti, örl vatn, mjólk eftir þörfum, 1-1 1/2 tsk karrý, 1/2-1 laukur , soðkraftur, salt og pipar.
Saxið laukin smátt eða rífið á rifjárni, Búið til uppbakaða sósu en hafið hana frekar þykka og bragðsterka. Best er að láta lauk og karrý krauma í smjörinu áður en hveitinu er bætt saman við.(gerir sósuna sterkari) þynnt með mjólk og vatni og bragðbætt að vild með salti og pipar og soðkrafti.
Hellið sósunni yfir fiskstykkin og stráið rifnum osti efst. Bakað í 30 mín við 180-200 gráður.
Best með fersku salati og kartöflum.
Börnin mín elska þetta.NAMM NAMM
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.