Nammigóður fiskréttur með karrý og ananas


2 bollar hrísgrjón soðin skv leiðbeiningum og sett í botninn á smurðu eldföstu móti,
 2 ýsuflök,
100 gr hveiti
salt, pipar,
matarolía til steikingar,
sveppir ferskir,
1 lítil ds ananaas(4 hringir)
8 msk mayones,
karrí,
ananassafinn,
rifinn ostur
Upprunalega úr Nýjum eftirlætisréttum:)

Skerið fiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr krydduðu hveitinu, steikið ljósbrúnt á pönnu. Raðið fiskbitunum í mótið, sveppir og ananasbitar sett ofan á, hrærið mayonesið með ananassafanum og karrí og hellið yfir. Rifinn ostur efst og bakað við 175 gráður í 20-30 mín. Mér finnst gott að gera kalda sósu og salat með þessu =) Namm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband