Rjómaís með koníaki


4 eggjarauður, 4 msk flórsykur, 5 dl þeyttur rjómi,koníak eftir smekk HIKKKCool


þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman, þeyttur rjóminn settur saman við ásamt koníakinu. Sett í form í fryst. Borið fram með ferskum ávöxtum og heitri súkkulaðisósu.


Epla og kanilís


3 eggjahvítur, 3 dl kaffirjómi, 2 dl eplamauk (fæst víða í krukkum) 1/2 dl sykur, 2 tsk kanill.
Stífþeytið eggjahvíturnar, hrærið saman kaffirjóma, eplamauki, sykri og kanil og bætið eggjahvítunum varlega saman við.Sett í form og fryst. Gott að bera fram með eplum og ískexi.


Banana jógúrt ís


3 dl rjómi, 2 msk sykur, 300 gr bananar, 2 tsk sítrónusafi, 2 ds bananajógúrt (ms skólajóg)
stífþeytið rjóman, með 1 msk af sykrinum. maukið bananan með gaffli og hrærið sítrónusafanum saman við það,. Blandið jógúrtinni, bananamaukinu og því sem eftir er af sykrinum vel saman og blandið því varlega saman við rjómablönduna. Sett í form og fryst. Gott er að hræra í ísblöndunni af og til meðan hún er að frjósa.


Tobleronís með bailleys og nóakroppi

60 gr sykur, 4 egg, 1/2 lítri rjómi þeyttur, 100 gr tobleronesúkkulaði (í bitum eða rifið) 1/2 bolli baileys. 1 bolli nóakropp.
Þeytið saman egg og sykur mjög vel, þeyttum rjóma og súkkulaði blandað saman við, síðan baileysið ( ef það er ekki búið hehe) og að síðustu nóakroppið.
sett í form og fryst.


jarðarberjaís


1 dl sykur, 2 eggjarauður, 3 dl þeyttur rjómi, 280 gr ns jarðarber (stór dós)
þeytið saman sykur og eggjarauður, kremjið jarðarberin í mauk og látið safan renna vel af, bætt samn við og að síðustu þeytti rjóminn settur gætilega saman við. Sett í mót og fryst.


Jarðarberjafrómas

250 gr jarðarber
1 msk sykur
1 msk sítrónusafi
6 stk matarlímsblöð
2 1/2 dl rjómi

aðferð

Maukið 3/4 af jarðarberjunum í matvinnsluvél (mixer), blandið sykri og sítrónusafa saman við, leysið upp matarlímið og blandið saman við. Saxið svo niður restina af jarðarberjunum og blandið saman við ásamt þeyttum rjómanum.

Einnig er mjög gott að saxa niður súkkulaði og bæta út í frómasinn.

Ath ekki má nota písk til að blanda rjómanum og jarðarberjamaukinu saman heldur er betra að nota sleif eða sleikju.

Ef þú ætlar að setja frómasinn á tertu þá er gott að nota smelluform setja annann botninn í formið þá fyllingu og svo seinni botninn ofan á og svo annað hvort setja þeyttann rjóma ofan á eða geyma smá frómas og setja ofan á tertuna. Kælt í 3-4 tíma.


Ástríðuís(passion fruit)


1 1/4 bolli sykur, 8 egg, 1 l rjómi, 1 bolli passionþykkni, safi eða kjöt úr passion ávöxtum.
Egg og sykur þeytt vel, passionbragðefni bætt saman við hrært vel og fryst.
í þetta ma´auðvitað nota annað, t,d ber að eigin vali mauka þau í mixara og bæta meiri sykri í ef þarf.


ísterta,nammi


Botn:
100 gr möndlur, 200 gr marsipan, 100 gr súkkulaði, 100 gr makkarónukökur allt maukað í mixara.
Klæðið botn á springformi m. plasti.Setjið gjörðina utan um og dreifið maukinu á botninn.


ís. 12 eggjarauður, 100 gr sykur, 100 gr púðursykur, 2 tsk neskaffi, 8 dl rjómi, 1/2 dl kaffilíkkjör
Þeytið saman eggjarauður,púðursykur og sykur, þeytið rjóman og bætið í með sleikju. Leysið kaffiduftið upp í líkkjörnum og bætið saman við . Hellt í formið og fryst.


Einfaldur og fljótlegur vanilluís


8 egg (heil) 0g 1 1/2 bolli sykur þeytt vel saman,
1 l þeyttur rjómi bætt saman við ásamt vanillu e. smekk. Sett í form
og fryst


konfektís


1 l rjómi léttþeyttur, 8 egg (heil) og 1 1/2 bolli sykur þeytt saman í annari skál og blandað síðan saman við rjóman.
út í blönduna er síðan sett t.d. 100 gr súkkulaði, 100 gr konfektmolar, og 100 gr kirsuber eða annað sem ykkur finnst gott, nb allt í sma´bitum.
Sett í form og fryst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband