Gómsætar brauðrúllur

Pepperonirúllutertubrauð

1 rúllutertubrauð
1 dós sýrður rjómi
2-3 msk mæjónes
100 gr pepperoni
1 rauðlaukur
½ -1 bolli ólífur
Ítölsk kryddblanda
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn ostur


1. Skerið pepperoni, lauk og ólífur smátt niður.
2. Hrærið saman við mæjónes og sýrðan rjóma.
3. Kryddið eftir smekk.
4. Smyrjið blönduna á brauðið og rúllið því varlega upp.
5. Leggið brauðið á ofnplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír og stráið rifnum osti yfir.
6. Bakið í 20 mínútur við 180°c.



Skinkurúllutertubrauð

1 rúllutertubrauð
1 askja Sveppasmurostur
2-3 msk mæjónes
200 gr skinka
1 dós grænn aspas
Smá soð af aspasnum

1. Blandið öllu hráefni saman í pott nema brauðinu.
2. Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
3. Bakið í ca. 15-20 mínútur.





Mexíkórúllutertubrauð

1 rúllutertubrauð
1 mexico-ostur
Smá rjómi
Pepperoni

1. Bræðið ostinn í rjómanum og bætið niðurskornu pepperoni við.
2. Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
3. Bakið í ca. 15-20 mínútur.


Rækjurúllutertubrauð

3 ¾ dl soðin hrísgrjón
250 gr rækjur
2 ½ dl þeyttur rjómi
220 gr niðursoðinn aspas
1 ¼ dl rifinn ostur
2 tsk karrý
2 egg
1 lítil dós mæjónes

1. Blandið saman mæjónesi, rjóma og eggjarauðum.
2. Sjóðið hrísgrjónin og kælið.
3. Blandið öllu út í mæjónesblönduna og setjið á rúllutertubotn.
4. Þeytið eggjahvítur og smyrjið utan á.
5. Bakið við 200°C þangað til rúllan er orðin ljósbrún, eða í u.þ.b. 15 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband