Færsluflokkur: Bloggar

Sælkeramaregnskaka sem klikkar aldrei

 Botnar. 4 eggjahvítur, 200 gr sykur, 70 gr kornflex, 1/2 tsk lyftiduft.

Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum saman við og lyftidufti og þeytið vel. Að síðustu vel muldar

kornflögurnar. Setjið álpappír í tvö form ( ca 22 cm) sprayið með cookie feiti eða penslið með

matarolíu. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið við 150 gráðu hita í klukkutíma. Ég læt þetta alltaf

kólna í ofninum.

 

 Makkarónurjómi.

 1/2 lítri rjómi, 100 gr suðusúkkulaði, 50 gr makkarónukökur (10

stk) 1/2 dl Grand Mariner líkkjör (má sl) 1 bakki fersk jarðarber. Þeytið rjóman ,myljið

makkarónukökurnar eða leggið þær í bleyti í líkkjörinn ef þið notið hann, blandað saman við rjóman,

og að síðustu smátt skorin jarðarber og súkkulaði.Sett á milli botnana og látið jafna sig í kæli í

sólarhring.

Má frysta.

 Uppskriftin var í Nýjum Eftirlætisréttum og hefur margoft sómt sér vel á veisluborðum hjá mér,terta

sem rennur  ljúflega  niður.


Dísudraumur

Dísuterta ( algjör draumur)
4 eggjahvítur,

2 dl sykur,

1 dl púðursykur,

2-3 dl rice crispies.

Krem ofan á:
4 eggjarauður,

50 gr flórsykur,

100 gr suðusúkkulaði,

40 gr smjör(líki)



Þeytið eggjahvítur og sykur ofsalega vel saman, bætið rís saman við. Bakað í tveim formum ( ég set álpappír í forminn og pensla með matarolíu enþað þarf kannski ekki að taka fram, þið kunnið þetta ábyggilega) Bakið við 150 gráðu hita í eina klst. Látið kólna í ofninum.
Á milli fer 1/2 l af rjóma þeyttur .

Krem:
Mér finnst persónulega alltaf betra að nota smjör í svona krem, það verður mikið mýkra.
Eggjarauður og flórsykur hrært vel saman, bræðið súkkulaði og smjörlíki og hrærið varlega saman við eggjarauðublönduna. Látið kremið drjupa með skeið ofan á kökuna og niður með hliðum.

Gulrótarkaka

5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 og hálf tsk matarsódi
1 og hálf tsk salt
1 tsk múskat
2 tsk kanill
5 dl sykur
2 dl matarolía
4 egg
5 stórar rifnar gulrætur
minnsta dósin kurlaður ananans
2 og hálfur dl heslihnetur spænir

Kremið:
150 gr rjómaostur
250 gr flórsykur
sítrónusafi

Bakist við 180 gráður í 1 klst.

Uppskriftin kemur úr  Af bestu lyst bókinni.


Soðið brauð

 

 1/2 kg hveiti, 6 tsk lyftiduft, 2 tsk salt,2 msk sykur,3 dl súrmjólk. Ég set líka 1 msk af kúmeni :))

Hveiti og lyftiduft sigtað saman,salti og sykri blandað saman við og vætt í með mjólkinni. Hnoðað.

Flatt þykkt úr og skorið úr meðfram diski (ég nota fylgidisk,finnst það passleg stærð) Steikt í vel

heitri feiti og ATH að snúa þeim ekki of fljótt við í pottinum því ella hefast kökurnar ekki nóg.


Flatkökur

3 bollar hveiti,2 bollar heilhveiti,1 bolli haframjöl,1 tsk. salt,1 msk. sykur,1/2 lítri sjóðandi vatn.

Reyndi einu sinni uppskrift sem var með rúgmjöli og deigið verður svo ómeðfærilegt, en þessi er pottþétt.

Hnoða og fletja út, passa að hafa ekki of þunnt skera í kringlóttar kökur og pikka þær vel með gaffli. Steikja á hellunum á eldavélinni.


Hveitikökur að vestan

Hérna kemur uppskriftin af Vestfirskum hveitikökum

1 kg. hveiti
200 gr. smjörlíki
4 msk sykur
2 stk. egg
8 tsk. lyftiduft
1/2 til 1 tsk. salt
5 dl. súrmjólk
1 dl. mjólk
3 kúfaðar matskeiðar kartöflumús ( ég nota bara pakkamús)

Hræra saman sykur og smjörlíki
bæta eggjunum út í einu í einu
Þurrefni saman við og jafna
vökvi út í
hnoða í hrærivélinni en ekki of mikið svo kökurnar verði ekki seigar
hnoða í höndum þar til deigið er tilbúið til að verða flatt út en þá eru kökurnar skornar undan diski ekki of stórum samt ca. eins og pönnukökupanna að stærð
kökurnar eru síðan bakaðar á pönnukökupönnu (ekki setja neitt smjörlíki á pönnuna, hún á að vera þurr) og gaffli stungið í kökurnar svon á víð og dreif.

Þetta er geggjað með smjöri og ekki verra með hangikjötssneið ofaná, einnig bara gott með osti og hverju sem er.

Kúlu kornabrauð

Gott gróft kúlubrauð


Í brauðið fara:



1 dl hörfræ

1 dl sesamfræ

1 dl rúgkjarnar

2 dl sólblómafræ



Þið getið skipt um fræ og sett annað í staðinn ef þið ekki eigið hráefnið.

Þetta er lagt í bleyti í u.þ.b. átta tíma og gæta verður þess að vatnið fljóti yfir en þetta hefur tilhneigingu til að bólgna út.

Þessi blanda er síðan sett í stóra skál þegar kemur að bakstri.

50 g af pressugeri eru leyst upp í 2 dl af volgu vatni og þessu síðan bætt í kornblönduna. Þá er bætt við:

1 1/2 dl af hveitiklíði

1 ½ msk. af salti

5 dl af ylvolgu vatni

1 dl af hunangi



Út í þetta er síðan bætt sigtuðu spelti, eða hveiti og deigið hnoðað saman.

Deigið er síðan sett undir klút og látið lyfta sér.

Deig með svo miklu af fræjum og grófu korni lyftir sér ekki jafn mikið og deig úr fínna efni. Miðið samt við að deigið stækki um c.a. helming.

Þegar lyftingu er lokið er meira af sigtuðu spelti eða hveiti hnoðað upp í deigið.Þeiginu er síðan skipt í sjö kúlur og þeim raðað á bökunarplötu; einni í miðjunni og hinum í kring. Kúlurnar eiga að mynda samfellt kúlubrauð þegar það er fullbakað.

Brauðið er penslað með mjólk eða vatni og einhverri frætegundinni stráð yfir.

Brauðið er sett inn í rúmlega 200 gráðu heitan ofn og bakað í 45 til 50 mínútur.



Hægt er að losa brauðið í sundur ef vill og skera hvern bita í sneiðar eða brjóta og borða t.d. með góðri fiskisúpu.


Meiri brauðbollur og pizzasnúðar

Ostamúffur / Má setja beint á plötuna

4 dl. hveiti
3 tsk. lyftiduft
75 gr smjör
1 dl rifinn ostur
2 dl mjólk
1/2 tsk salt.

Allt hrært saman og gott að pensla með eggi.
Bakað þar til þær eru fallega ljósbrúnar við ca 190°c.

Þegar ég baka þetta geri ég tvöfalda uppskrift og set einn poka af rifnum osti - hrikalega gott volgt með smá smjöri.


Hvítlauksbrauðbollur



400 gr. hveiti (rúmlega)
1 bréf þurrger
3 dl mjólk
1 dl kotasæla
1 dl ólífuolía (eða önnur olía)
100gr. rifinn ostur
2 tsk. hvítlaukssalt
2 tsk aromat




Þurrefnum blandað saman í skál.
Velgja mjólk og blanda olíu saman við, hellt út í þurrefnin og kotasælu og osti einnig.
Hefast í 30 mín. undir klút. Búa til bollur á bökunarplötu og pensla með eggi.
Bakast við 220 °C í 10-12 mín.


þessar bollur eru æði mjúkar og nammm


kotasælubollur

30 gr brætt smjörl
1 pk þurrger
5 dl volg mjólk
100 gr kotasæla 1/2 dós ca
1 tsk salt
1/2msk sykur
3 msk blönduð fræ t.d sesam ,birkifræ
650 gr hveiti
1 egg til að pensla með

blanda ger ,mjólk ,smjör
,salt ,sykur ,fræ ,kotasæla . hluta af hveitinu hnoða og hefa í ca 40 mín og móta svo litlar bollur

baka í 12 mín við 225 c

pizzasnúðar

8 dl hveiti
1/2 dl hveitiklíð
1 tsk sykur
4 msk olía
2 tsk þurrger
3 dl heitt vatn
1 tsk salt

hveiti +klíð+sykur í skál ásamt olíu og geri.heitt vatn og blanda vel saman við með sleif.strá salti yfir deigið-hnoða.láta lyfta sér í 20-30 mín..fletja út í ferhyrning og setja pizzusósu og ég set líka ost.rúlla svo upp..láta svo lyfta sér á plötu í sirka 20 min.(hef það sjálf reyndar í styttri tíma) 200° blástur í 8-10 mín,


Hvítlauks kotasælu bollur

Hollar bollur með kotasælu


2ts þurrger
1 1/2 dl volgt vatn
1 dl kotasæla
4 dl hveiti eða 50/50 hveiti og heilhveiti
1/2 dl hveitiklíð eða annað svona gróft
1 tsk sykur
1/2 dl matarolía


hnoðað deig,látið hefast vel ,mótaðar bollur og látnar hefast aftur í ca 15 mín,bakað við 200 gráðu hita í miðjum ofni í ca 12-15 mín


skonsur

nokkrar uppskriftir að skonsum sem ég hef geymt,hef ekki prufað þær allar:)

Skonsur:
1 bolli sykur
3 bollar hveiti
3 bollar mjólk
3 egg
3 tsk lyftiduft

Oooofureinföld uppskrift... ég nota stundum minni sykur, finnst þetta soldið mikið, nota oftast ekki meira en hálfan bolla. En þær eru líka hriiikalega góðar með sykrinum í.

Öllu skellt í hrærivél og hrært vel...eða í höndunum, það er líka ekkert mál :o)
Pönnukökupanna hituð á lágum hita, sett smá smjörlíki.
Ein ausa er oftast nóg í eina skonsu...
Skonsan er tilbúin í "snúning" þegar loftbólurnar eru byrjaðar að springa án þess að lokast....þ.e.a.s. gígar farnir að myndast... þarf ekki langan tíma á hinni hliðinni... er tilbúin þegar hún hefur tekið ljóskaramellubrúnan lit.

Mikilvægt að prófa sig áfram í hitanum... ég er oftast með stillt á 2 eða 3 af 6 mögulegum... er með gamla eldavél.

Borðist helst volgar með smjöri og ost, og/eða góðu salati, td skinkusalat, eggjasalat, baunasalat, rækjusalat... nota ímyndunaraflið :o)




Skonsu uppskirftin er svona (þetta er frekar stór uppskrift!)

4 bollar hveiti
1 bolli sykur
4 egg
5 tsk. lyftiduft
6 dl mjólk
Allt hrært saman og steikt á pönnukökupönnu. Degið á að vera frekar þykkt.

Á skonsu "tertuna" hef ég sett (öllu raðað voða vel....)

Smyr allar skonsurnar með pítu eða grænmetissósu (pítu er betri), ekkert alltof þykkt lag, smyr þá frekar á báðar hliðar.
Raða icebergblaði á hverja (strax á eftir sósunni)
Skinka
Paprika
Gúrka
Egg
rauðlaukur
tómatar (þá set ég bara á efsta lagið, þeir verða oft svo blautir þannig fínt að setja þá bara efst.
Minnir að það hafi ekki verið neitt fleira sem ég hef sett á þetta en ef þú villt það þá er það örugglega voðalega gott.

 

Enn einar skonsur

3 dl hveiti
2-3 msk sykur
3 msk olía
0.5-1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1-2 egg
vanilludropar
2-2.5 dl mjólk

nota bara steikarpönnuna og geri þessa 2 falda enda erum við 6 í heimili


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband