Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 24. september 2008
Marsipan/kanil snúðar
850 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 dl sykur
2 tsk kardimommuduft
50 gr þurrger (5 tsk)
100-150 gr smjör/líki eða 1-1 1/2 dl matarolía
1/2 líter mjólk. (ég nota reyndar bara vatn)
Á milli/ brætt smjör eða matarolía, 1 rúlla marsipan eða kanilsykur.
Bræðið smjör/líkið,hellið mjólkinni saman við (eða látið matarolíu og mjólk saman í pott og hitið)og látið hitna að 37 gráðum(fingurvolgt) má ekki hitna meira..
Setjið gerið í skál og hellið mjólkurblöndunni yfir,hrærið vel.Því næst eru öll þurrefnin hrærð saman við,síðast hveitið. Hrærið vel saman. Setjið deigið á borð og hnoðið vel.
Skiptið því í 4-5 hluta og fletjið hvern og einn út fyrir sig.
Penslið deigið með bræddu smjör/líki / eða matarolíu og dreifið marsipansneiðum yfir eða ef þið eruð að gera kanilsnúða,stráið kanilsykri vel yfir,ekki vera spör á hann .
Rúllið upp og skerið í hæfilegar sneiðar og raðið á bökunarpappírs klædda plötu eða setjið í muffinsform. Penslið með mjólk rétt áður en þeir fara í ofnin en passið að hún leki ekki mikið niður í formin ef þið notið þau,Þá klessast þeir við.
Bakað við 200 gráður í ca 15-20 mín.Má frysta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Súrmjólkur vínarbrauðið hennar mömmu
250 gr smjörlíki, 1 bolli súrmjólk,1 tsk lyftiduft,4 bollar hveiti.
öllu hnoðað saman og skipt í nokkra passlega hluta,hver hluti flattur út í aflanga lengju.
Sulta sett á miðjuna(ég nota hindberja eða drottningasultu en mamma notar allatf rabbabarasultu)
deigið brotið yfir, penslað með þeyttu eggi eða mjólk,stundum set ég hnetuspæni yfir. Bakað ljósbrúnt
við 200 gráðu hita.Má frysta.
Má setja glassúr en alls ekki nauðsynlegt.
NB ENGIN SYKUR..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Hjónabandssæla
2 bollar haframjöl, 2 bollar hveiti,2 bollar sykur(gott að nota bæði hvítan sykur og púðursykur)2 bollar
kókosmjöl,2tsk natron,250 gr smjörlíki,2 egg.
Sulta eftir smekk (mér finnst hindberjasultan best)
Öllu hrært vel saman. Dugar í 2 stór tertuform. Helming deigsins þrýst vel ofan í formið, sulta sett ofan á og restin af deiginu mulin yfir. Bakað við 200 gráður í ca 30 mín.
Kókosmjölið gerir gæfumunin :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Brauðbollur
smábrauð
50 gr smjörlíki/matarolía
1 1/2 dl vatn/mjólk
25 gr ger
1 tsk sykur
200 gr hveiti
50 gr heilhveiti
1/2 tsk salt
Ostavalhnetubrauð
25 gr ger
2 dl volg mjólk
1 msk matarolía
3 dl hveiti
1/2 tsk salt
3/4 dl heilhveiti
25 gr saxaðir valhnetukjarnar
40 gr bragðsterkur rifinn ostur
egg til að pensla bollurnar með
Morgunbollur
25 gr ger
3 dl volg undanrenna
1 msk matarolía
1 egg
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1 1/2 dl hveitiklíð
6 dl hveiti
Allt venjuleg gerdeig,bollur sem gott er að eiga í frysti..
Þessar uppskriftir eru úr uppskriftabók frá VMA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Hnetudraumur
Fann þessa uppskrift í norsku blaði fyrir mörgum árum,hún er mjög góð þessi.
Hnetudraumur.
200 gr smátt saxaðar heslihnetur eða notið heslihnetuflögur, 150 gr sykur, 4 egg.
Egg og sykur stífþeytt, hnetum bætt varlega saman við. Bakað í tveim vel smurðum formum við 175 gráðu hita í ca 30 mín. Kælið.
Mokkakrem:
100 gr mjólkursúkkulaði, 1/2 dl sterkt kaffi , 1/4 l rjómi. Leysið súkkulaðið upp í heitu kaffinu, bætið rjóma saman við og látið suðuna koma upp. Kælið vel, helst yfir nótt. Stífþeytið þá kremið og setjið helmingin á milli botnana , niðursoðnar perur í bitum þar ofan á, svo hinn botninn. Skreytið með þeyttum rjóma og afganginum af mokkakreminu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Möndluterta með karamelluhjúp
Möndluterta með karamelluhjúp.
3 eggjahvítur, 100 gr möndluflögur muldar smátt, 1 tsk hveiti, 100 gr sykur ( 20-22 cm form)Eggjahvítur stífþeyttar, sykri bætt saman við og þeytt vel, möndlum og hveiti bætt varlega saman við.Bakað við 180 gráður í ca 15-20 mín.
Karamellukrem.
1 1/2 dl rjómi, 1/2 dl mjólk, 100 gr sykur, 2 msk sýróp, allt sett í pott og látið sjóða við vægan hita í 15-20 mín eða þar til húnfer að þykkjast. Ath að karamellan þykknar þegar hún kólnar þannig að passa að hún verði ekki of stíf
Hellið karamellunni yfir kaldan botninn, 2 1/2 dl af léttþeyttum rjóma smurt ofan á, ekki samt alveg út á brúnirnar og stráið kakói eða súkkulaðispænum yfir til skrauts.
Stal þessari úr gestgjafanum fyrir mörgum árum og hún er pottþétt góð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Gómsætar brauðrúllur
Pepperonirúllutertubrauð
1 rúllutertubrauð
1 dós sýrður rjómi
2-3 msk mæjónes
100 gr pepperoni
1 rauðlaukur
½ -1 bolli ólífur
Ítölsk kryddblanda
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn ostur
1. Skerið pepperoni, lauk og ólífur smátt niður.
2. Hrærið saman við mæjónes og sýrðan rjóma.
3. Kryddið eftir smekk.
4. Smyrjið blönduna á brauðið og rúllið því varlega upp.
5. Leggið brauðið á ofnplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír og stráið rifnum osti yfir.
6. Bakið í 20 mínútur við 180°c.
Skinkurúllutertubrauð
1 rúllutertubrauð
1 askja Sveppasmurostur
2-3 msk mæjónes
200 gr skinka
1 dós grænn aspas
Smá soð af aspasnum
1. Blandið öllu hráefni saman í pott nema brauðinu.
2. Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
3. Bakið í ca. 15-20 mínútur.
Mexíkórúllutertubrauð
1 rúllutertubrauð
1 mexico-ostur
Smá rjómi
Pepperoni
1. Bræðið ostinn í rjómanum og bætið niðurskornu pepperoni við.
2. Smyrjið á brauðið og rúllið upp.
3. Bakið í ca. 15-20 mínútur.
Rækjurúllutertubrauð
3 ¾ dl soðin hrísgrjón
250 gr rækjur
2 ½ dl þeyttur rjómi
220 gr niðursoðinn aspas
1 ¼ dl rifinn ostur
2 tsk karrý
2 egg
1 lítil dós mæjónes
1. Blandið saman mæjónesi, rjóma og eggjarauðum.
2. Sjóðið hrísgrjónin og kælið.
3. Blandið öllu út í mæjónesblönduna og setjið á rúllutertubotn.
4. Þeytið eggjahvítur og smyrjið utan á.
5. Bakið við 200°C þangað til rúllan er orðin ljósbrún, eða í u.þ.b. 15 mínútur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Rolo tertan
Rolo terta - hún er algjört æði og klárast alltaf
MARENGS
2-3bollar Rice Krispies
2 dl sykur
1 dl púðursykur
4 eggjahvítur
FYLLLING:
5 dl rjómi
170 g fersk bláber (1 askja)
250 g fersk jarðarber (1 askja)
ROLO-KREM:
2 Rolo pakkar
50 g suðusúkkulaði
smá rjómi til þynningar
1) Þeyta saman eggjahvítur, púðursykur og sykur þar til marengsinn er
orðinn stífur.
2) Taka disk (matardisk, ca. 22-23 cm í þvermál) og leggja hann á
smjörpappír. Strika hring eftir honum á pappírinn (eða tvo ef pláss er).
3) Moka Rice krispies í marengsinn þar til ekki kemst meira í hann svo
blautt sé. Hræra saman varlega með sleif eða sleikju. Skipta í tvennt og
setja sinn hvorn helminginn í miðjuna á hringjunum og slétta þannig úr að
ekki nái alveg út að mörkunum, láta muna ca 1-2 cm.
4) Baka í 130°C heitum ofni í ca. 50 - 60 mín eða eins og þú bakar marengs
venjulega. Best er að láta hann kólna í ofninum (hafa hann áfram lokaðan)
eftir að bökunartíminn er liðinn og taka hann svo út þegar ofninn er orðinn
kaldur sjálfur. (e.t.v. eftir 1-2 1/2 tíma)
5) Þeyta rjómann og skera jarðarber og bláber. Blanda saman. Setja á
milli marengsbotnanna.
6) Brytja niður suðusúkkulaði og setja 2 Rolo pakka út í. Bræða í
vatnsbaði. Hræra saman þegar þetta er bráðnað og þynna ef vill með smá
rjóma eða mjólk ef þarf. Hella yfir marengsinn og þá lekur smá niður með
hliðum og það verður voða girnilegt. Láta það bara vera eins og það er.
Lang flottast þannig. Stífnar svo mjög fljótt.
Sumum finnst gott að hafa marengsinn mjúkan, þá er gott að setja tertuna saman daginn áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Frosin bananakaka
Frosin bananakaka (algjört æði)(hef gert hana oft sjálf er æði og ekki skemmir fyrir að þú getur gert hana núna strax og fryst og tekið út 30-60 mín áður en veislan byrjar (ekki erfiðara)
200 gr hafrakex
3-4 bananar
2 l vanilluís
2 dl saxaðar heslihnetur
100 gr suðusúkkulaði
75 gr smjör
2 dl flórsykur
1 dl rjómi
1 tsk vanilludropar
2 1/2 dl þeyttur rjómi
1 dl saxaðar heslihnetur til að strá yfir.
Myljið hafrakexið með kökukefli í poka(fáið útrás) og stráið í ósmurt fat. Skerið banana í sneiðar og raðið ofan á, Skerið ísinn í sneiðar og raðið þar ofan á, stráið hnetunum efst og frystið.
Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita, bætið flórsykri sman við og 1 dl af rjóma. Látið sjóða við meðalhita í 5-10 mín. Hrærið vel í á meðan. Takið pottinn af helluni og hrærið vanilludropunum saman við. Kælið kremið, hellið því svo yfir ísinn í forminu og frystið aftur.
Þeytið rjóman og sprautið honum yfir kökuna, stráið hnetum efst og frystið fram að framreiðslu.
Látið þiðna til hálfs áður en borið er fram
Verði ykkur að góðu, þessi hverfur sko af kaffiborðinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)