Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 27. október 2008
Nutella súkkulaðismjör
5 egg
300 g sykur
200 g palmín - brætt og síðan kælt
3 msk kakó
2 tsk vanillusykur
Eggin og sykurinn hrært vel saman. Þegar palmínið er orðið kalt er öllu blandað saman, sett í krukkur og geymt í ísskáp.
Þetta er nú í það óhollasta... en hrikalega gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Krebinettur.....
700 gr hakk,mér finnst best að nota svína og lamba1 egg,soðnar kartöflur eða brauð til að drýgja hakkið,pipar, salt,laukduft og annað krydd e.smekk,brauðrasp ogsmjörlíki/olía
Öllu hrært saman, mótaðar kúlur,gott að nota ísskeið til þess,flattar út og velt upp úr brauðraspi og steikt gullinbrúnt á pönnu, soðið á lægsta hita undir loki í ca 25 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
stroganoff
1 kg nautakjöt,1 laukur smátt saxaður,100 gr ferskir sveppir(ég sleppi þeim yfirleitt)1-2 msk tómatmauk,en ég set alltaf miklu meira :)1-2 dl sýrður rjómi,salt,pipar,kjötkraftur
Skerið kjötið í ca 3 cm ræmur og 1 cm á breidd, Brúnið á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar.Sett upp til suðu í 1 lítra af vatni og soðið meyrt (1-11/2 klst) fer eftir gæðum kjötsins.Laukur og sveppir eru steiktir a´pönnu og bætt saman við soðið,kjötkraftur, tómatmauk og sýrður rjómi sömuleiðis.Þykkið sósuna með hveitijafningi og litið með sósulit.Berið fram með soðnu grænmeti og stöppuðum kartöfflum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Piparbuff
800 gr hakk,2 eggjarauður og 2 dl af rjóma og krydd e,smekk(salt,pipar,sesonall, laukduft,paprikuduft eða e-ð), hrærir saman , mótar 4 buff og steikir á pönnu.
Meðlæti, laukhringir og sveppir léttsteiktir. T.d Bökuð kartafla eða gratín, léttsoðið grænmeti e.smekk og svo punkturinn yfir iið
Grænpiparsósa
2 perlulaukar brúnaðir á pönnu, 4 dl hvítvín og 4 dl kjötkraftur (vatn+teningur) hellt yfir, látið smásjóða í ca 10 mín, þa´er smjörklípu og 4 dl af rjóma bætt saman við og soðið þar til sósan þykknar. Þá er 1 tsk af grænum piparkornum og 2 tsk sf frönsku sinnepi, salti,pipar og nokkrum tabasco dropum bætt saman við. Látið suðuna koma upp aftur. Smakkið til. Voila.
Einfalt og þægilegt og alls ekki svona "tilbúinn" matur. Bon appetit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Kálfa Gordon blue
4 x ca 150 gr þunnar kálfasneiðar eða snitsel4 skinkusneiðar,100 gr gr´ðaostur skorinn í 4 bita,1 egg,1 dl mjólk,1 dl hveiti,2 dl rasp,salt og pipar e. smekk
Leggið skinkusneiðarnar á kálfakjötið, síðan ostin þar ofan á og brjótið sneiðarnar saman.Setjið hveitið á disk,þeytið saman egg og mjólk á öðrum diski og setjið raspið á þann þriðja.Veltið kjötinu fyrst upp úr hveiti,svo eggjablöndu og síðast raspnum. Gott er að velta tvisvar uppúr eggi og raspi. þ.e. endurtaka processinn en sleppa hveitinu.Steikt á pönnu, þar ril raspið fær fallegan lit 1-2 mín á hvorri hlið. Setjið é eldfast mót inn í ofn (180 gráður) í ca 5 mín.Rauðvínssósa:1/2 saxaður laukur, 5 sveppir skornir smátt,2 msk olía,2 lárviðarlauf, 1/2 tsk timjan,2 dl rauðvín(má vera óáfengt) 4 dl vatn, nautakjötskraftur, salt og pipar, 40 gr smjör, sósujafnari.Steikið lauk og sveppi í potti,bætið þá víninu saman við ásamt kryddinu og sjóðið niður að 3/4. Bætið þá vatninu saman við og þykkið sósuna,bragðbætt með salti og pipar.Þeytið smjörinu saman við rétt áður en sósan er borin fram.ATH sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið saman við.Berið smjörsteiktar kartöflur og blandað grænmeti með þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Hakkabuff með lauk og sveppum...
Hakkabuff með lauk og sveppum
1 kg nautahakk,1-2 egg,50-100 gr hveiti,salt og pipar.Hrærið þessu saman og mótið ca 100 gr buff,brúnið á pönnu og sett síðan í eldfast mót inn í ofn í 20 mín við 180 gráðu hita.Svissið sveppi og lauk á pönnu og raðið yfir buffinn.Sósan(uppbökuð)50 gr smjörlíki, 60 gr hveiti ,3/4 l soð (vatn og teningur) salt,pipar,svartur pipar 1-2 dl rjómi (má sleppa)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Danskar kjötbollur (frá Tove )
500 gr svínahakk,2 egg,2 msk hveiti,2 msk hafragrjón,1 rifinn laukur,3 dl mjólk,salt og pipar,´öllu hrært saman og mótaðar litlar bollur, steiktar á pönnu. Má frysta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Allt í einni skál...
500 gr hakk,500 gr kjötfars,1 lítið beikonbréf,sveppir,mais,grænar baunir,paprikaeða grænmeti e.smekk
Öllu hrært saman og sett í eldfast mót. Kryddað vel með seasonall ofan á, bakað við 200 gráðu hita í 45 mín.
Sulta, hrásalat og kartöflumús gott með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Lifrarbuff
250 gr lambalifur 250 gr hráar kartöflur, 2 msk heilhveiti(nota bara hveiti) salt ,pipar, 1-2 laukar. Smjörlíki/olía til að steikja upp úr.
250 gr lambalifur250 gr hráar kartöflur,2 msk heilhveiti(nota bara hveiti)salt ,pipar,1-2 laukar.Smjörlíki/olía til að steikja upp úr.
Hakkið saman lifur og hráar kartöflur (hreinsið lifrina vel og afhýðið kartöflurnar) Hrærið öllu hinu saman við, stundum er gott að splæsa einu eggi saman við en ekki nauðsyn. Steikið deigið eins og lummur á pönnu í vel heitri feiti ( ath deigið er þunnt og rennur út en það þykknar á pönnunnu) Skerið laukinn í sneiðar og steikið, búið til sósu úr soðinu. Grænmeti og soðnar kartöflur bornar með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Indverskur karríkjúklingur með kókoshnetubragði
1 kjúklingur (má nota bringur)
Kjúklingurinn úrbeinaður (latir geta keypt bringurog kjötið skorið í fremur litla bita. Laukurinn saxaður og hitaður í olíunni í potti í 3-4 mín (hitastilling 3). Garam masala,tumeric,koriender,kúmen-og chiliduft blandað saman við laukinn og látið malla í 5-6 mín (stöðugt hrært í,má ekki festast eða brenna). Þá er tómatkrafti og hvítlauk loks bætt í og enn hrært í 1-2 mín.
Síðan er kókosnetukjarnanum bætt í og hann leystur upp smám saman með vatninu. Þegar því er lokið er kjötið sett í pottinn og það soðið í ca. hálftíma. Annað slagið skal hrært í pottinum og sósan þynnt með vatni ef þörf er á. Þess skal gætt að hún verði hvorki of þunn (vatnskennd) eða of þykk. Undir lokin er saltinu og rjómanum bætt í. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og e.t.v. heitu Nan-brauði.Þessi klikkar aldrei - bragðgóður og einfaldur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)