Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 27. október 2008
Parmesan kjúklingur
2 kjúklingabringur4 hvítlauksrif,pressuð (lítil)200 g. smjör (ekki smjörlíki)paprikduft,eftir smekk2 bollar sýrður rjómisítrónusneiðar2 bollar parmesan ostur sem búið er að salta með 2 tsk. salti og 1/2 tsk. af svörtum pipar
Hitið hvítlauk í smjöri á meðan það er að bráðna. Kælið aðeins og blandið síðan helm. af hvítlaukssmjörinu saman við sýrða rjómann. Smyrjið kjúklingabringurnar og sparið ekki smjörblönduna. Veltið upp úr Parmesan osti. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast fat,smurt. Bakið í ofni í ca. 25 mín. 175-200 gráður. Smyrjið oft með smjöri. Síðustu fimm mín. grillið til að osturinn brúnist. Berið fram með sítrónusneiðum, grænu salati og pasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Kjúklingabringur í sinnepsrjómasósu
Fyrir 4
2-3 kjúklingabringur
3-4 sveppir
1/2 púrrulaukur
1 dl hvítvín
3-4 dl soðið vatn + teningur (kjúklingasoð)
3 tsk honey dijon sinnep (meira ef vill)
1pk matreiðslurjómi
kjúklingakrydd frá pottagöldrum
pipar og salt
Matreiðsla:
Skerið bringurnar í litla bita, kryddið og steikið í smá olíu, ásamt sveppum og lauk, þangað til kjöt er orðið hvítt. Hellið hvítvíni útí, því næst kjúklingasoði. Bætið sinnepi út í og að lokum rjóma og þykkið með maizena.
Borið fram með hrísgrjónum, salati og brauði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Pasta með kjúklingi...æðislega gott
5 dl soðið pasta td skrúfur eða slaufur
2 dl maís úr dós
1 grillaður kjúklingur
200 g léttsoðið spergilkál
1/2 saxaður blaðlaukur (hvíti hlutinn)
1 dós kjúklingasúpa
1 msk. tómatkraftur (tomatpuree)
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 dl rjómi
150 g rifinn óðalsostur
4 msk. parmesan
Smyrjið eldfast mót og setjið pastaskrúfurnar í mótið. Dreifið maísnum yfir, skerið kjúklingakjötið smátt og dreifið því yfir maísinn. Setjið spergilkálið ofan á og dreifið blaðlauknum yfir. Blandið saman súpunni, tómatkrafti, hvítlauk og rjóma og hellið yfir. Rífið ostinn, blandið parmesan saman við hann og stráið yfir réttinn. Bakið í 15-20 mínútur við 200 gráður. Berið fram með hvítlauksbrauði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Kjúklinga lasagna frá Mexikó
Mexikóskt lasagne
5-6 kjúklingabringur
½ laukur
2 rauðar paprikur eða 1 stór
Eitt bréf Burrito kryddmix, og má vera taco kryddmix.
2 dósir af salsa sósu
½ líter matarrjómi
6 tortilla pönnukökur
Kjúklingabringurnar eru skornar í teninga, laukurinn skorinn smáttog paprika í teninga.
Laukur steikur ásamt paprikunni, kjúklingum bætt útí og kryddmixinu blandað við, láta krauma þangað til kjúklingurinn er steiktur, og þá bæta salsa sósu og matarrjómanum útí, láta malla í smá stund.
Eldfastmót, þekja þarf botnin af burrito pönnukökum, klippa til pönnukökurnar, svo er kjúklingarétturinn og pönnukökurnar sett til skiptis, kjúklingurinn þarf að vera efst, svo er settur gratíneraður ostur yfir og látið vera inní þangað til osturinn er bráðnaður og smá brúnn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Kjúklinga lasagna
Fyrir 6
Hráefni
500 gr. brytjaður kjúklingur
1 dós (16 oz) niðursoðnir tómatar
1 dós (6 oz) tómat púrra
1 ½ msk söxuð steinselja
1 ½ tsk salt
1 tsk basil
u.þ.b. 200 gr Lasagna plötur
2 dósir kotasæla, hrein
1 egg, slegið saman
¼ tsk pipar
180 gr Mozzarella ostur
¼ bolli Parmesan ostur
Matreiðsla
Setjið kjúklinginn á meðalheita pönnu og hrærið af og til í 6 mínútur. Setjið niðursoðnu tómatana, tómatpúrruna, ½ tsk af steinseljunni og 1 tsk af saltinu í blandara og hrærið vel saman. Hrærið blöndunni saman við kjúklinginn á pönnunni og látið malla í u.þ.b. 20 mínútur. Blandið saman í skál afganginum af steinseljunni, afganginum af saltinu, kotasælunni, egginu og pipar.
Setjið nú allt í eldfast mót. Fyrst kjúklinginn, þá kotasælublönduna , mozzarella ost, og síðan lasagna plöturnar, aftur kjúkling og síðan parmesan ost. (eða blandið eins og hverjum þykir best)
Mjög gott er að geyma í ísskáp yfir nótt áður en eldað en ekki nauðsynlegt. Setjið í 190° heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Mangó kjúlli nammi namm
Mango-kjúklingur svíkur engan
5-6 bringur
salt/pipar
4 rif hvítlaukur (má sleppa )
1 peli rjómi
½ krukka Mangochutney
1 msk karrí
Kjuklingurinn skorinn niður í litla bita, kryddaður með salt og pipar, steiktur á pönnu. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða steiktur er lauknum og öllu dótinu hellt út á og hrært saman. Látið malla í svona 15 mín. Borið fram með með hrísgrjónum og brauði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. október 2008
Peruterta á einfaldan hátt....
1 svampbotn(rjómatertubotn)
1/2 ds niðursoðnar perur
1 l rjómi
Hersheys súkkulaðisósa
1 marensbotn,hvítur eða brúnn .
Bleytið svampbotnin með smávegis af perusafa,þeytið helming rjómans með 2-3 dl af hershey súkkulaði íssósu eftir því hvað þið viljið mikið súkkulaðibragð,þeytið hinn helming rjómans í annarri skál.
Smyrjið þunnulagi af venjulegum rjóma (ca 1/3 af rjómanum),á svampbotnin,raðið smátt skornum perum þar ofan á, síðan aftur 1/3 rjómi rjómalag ,setjið marensbotnin þar ofan á og restinni af venjulega rjómanum smurt þunnulagi ofan á, síðan er að hrúga súkkulaðirjómanum fallega ofan á og meðframhliðunum.
Kakan er best ef hún fær að standa nokkrar klst í ísskáp eða yfir nótt,þá nær marensinn að mýkjast.
Má frysta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. október 2008
Rjómatertubotnar og tillögur að fyllingum
uppskrift 1
4 egg 2 dl sykur þeytt vel stíft
1 dl hveiti, 3/4 dl kartöflumjöl og 1 1/2 tsk lyftiduft blandað varlega saman við.
Bakað í 2 stórum vel smurðum tertuformum við 200 gráður.
uppskrift 2
3 egg
100 gr sykur stífþeytt
100 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
sama aðferð og uppskrift 1.
bakturstímin er misjafn eftir ofnum,en giska á 10-15 mín eða þar til losnar frá börmunum.
Fyllingar
1.jarðarber annaðhvort fersk eða úr dós og þeyttan rjóma
2 Frómas td Oetker úr pakka,nema ég þeyti hann með rjóma í stað vatns.
3. Súkkulaðimús úr pakka og smáttsaxaðar perur
4. Kokteilávextir og þeyttur rjómi
5.tilbreyting að brytja aftereigth súkkulaði saman við þeyttan rjóma /eða hvaða súkkulaði sem er.
þetta eru svona nokkrar tillögur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Ítalskt brauð
Brauð með ítölskum blæ
900 g hveiti
1 dós sólþ tómatar
1 dós tómatpure
2 tsk salt
1 tsk oregano
1 tsk timian
1 tsk basil og annað krydd eftir smekk
1 dl olía af tómötunum
2 dl hveitiklíð
1 tsk salt
6 dl volgt vatn
Setjið vatn, sykur og pressuger í skál og látið freyða. Setjið hveiti, hveitiklíð og krydd út í og hnoðið aðeins. Bætið við smátt skornum tómötunum, tómatpurré og olíu. Hnoðið vel. Látið lyfta sér þar til deigið hefur tvöfaldast. Hnoðið aftur og skiptið svo í bollur eða lítil brauð. Látið lyftasér og penslið með olíu. Skerið í bollurnar og bakið við 200°c í 15-20 mín. Gott er að strá grófu salti ofan á brauðið (ég reikna með þá áður en það fer inn í ofninn)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Gott brauð,horn eða bollur
Brauðuppskrift sem nota má í bollur, venjulegt brauð, horn eða snittubrauð eftir vild.
150 g smjörlíki
3 dl vatn
3 dl léttmjólk
2 tsk sykur
3 tsk salt
2 bréf þurrger
1 kg hveiti
rifinn ostur eftir smekk
sesamfræ eða birkifræ
1 egg
Bræðið smjörlíkið & hellið vökvanum saman við. Sykur, salt & þurrger sett út í & að endingu hveiti & rifinn ostur. Hnoðið vel. Deigið er tilbúið þegar það hefur sleppt hendi. Látið deigið lyfta sér undir rökum klút í 45 mín. Bakið í ofni við 200°c þar til brauðið hefur fengið gulan lit. Berðu það fram heitt.
Ef þú ætlar að gera horn úr deiginu, skaltu fletja deigið út í hring- gott að nota matardisk & skera meðfram honum til að fá góðan hring- & skerðu í 8 hluta. Fylling sett á hvern hluta & rúllað upp frá breiðari endanum. Penslað með eggi & stráð sesam eða birki yfir.
Dæmi um fyllingar í horn:
1. Skinka & rifinn ostur.
2. Stappið saman litlu stykki af gráðosti & örlítilli mjólk.
3. Smyrjið sinnepi á hornin & setjið svo lauk & beikon á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)