Hafrakex og harðir gammeldags kanilsnúðar (snælur)

Hafrakex og kanilsnúðar

Hafrakex 1.
300 gr haframjöl, 280 gr hveiti, 2 tsk lyftiduft, 1 tsk hjartasalt, 1/2 tsk salt, 200 gr sykur, 250 gr smjörlíki, 1 1/2 dl mjólk
Öll þurrefnin hnoðuð saman og vætt í með mjólkinni. Hnoðað vel þar til deigið loðir vel saman. Flatt þunnt út og stungnar út kringlóttar kökur með glasi. bakað ljósbrúnt við 200 gráðu hita.

Hafrakex 2.
6 bollar haframjöl (hakkað eða mixað fínt) 3 bollar hveiti, 375 gr smjörlíki, 3 tsk lyftiduft, 3 tsk hjartasalt, 3/4 tsk natron, 1 egg, 1 1(2 bolli mjólk, 1 1/2 bolli sykur.
sama aðferð.

Lauma hérna líka góðum kanilsnúðum ( stór uppskrift)

Uppskriftina fékk ég  fyrir mörgum árum .
Kanilsnælur  'olafar.

9 bollar hveiti, 3-4 bollar sykur, 2 bollar mjólk, 2 tsk hjartasalt, 3 tsk lyftiduft, 1 heilt smjörlíkistykki ( já alveg satt) 1 egg. Kanilsykur. Hnoðað deig, flatt út í aflanga lengju, kanilsykri stáð yfir, rúllað upp og skorið í jafnar sneiðar. bakað við 200 gráður þar til ljósbrúnt. ( nammi namm)
 
Frábært að eiga í frysti :) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband