Heilsubollur



5 dl heitt vatn
5 dl mjólk
12 tsk þurrger eða 120 gr pressuger
5 tsk púðursykur
5 msk smjörlíki
2 dl hveitiklíð
12 dl heilhveiti
3 dl hveiti
5 tsk salt

Aðferð:

blandið saman vatni og mjólk c.a 37° heitu og hellið yfir gerið,
hrærið linu smjörlíki, sykri, salti og helming af mjölinu saman við
hnoðið þar til það er seigt og gljáandi, stráið dálitlu af mjölinu yfir deigið
og það látið lyfta sér í c.a. 30 mín, (ef deigið er lint lyfta bollurnar sér
betur) hnoðið það sem eftir er af mjölinu upp í deigið og mótið bollur
sett á smurða plötu, og látið lyfta sér 15 -20 mín
baka í miðjum ofni við 225° í 10-15 mín.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband