Gott brauð,horn eða bollur

Brauðuppskrift sem nota má í bollur, venjulegt brauð, horn eða snittubrauð eftir vild.

150 g smjörlíki
3 dl vatn
3 dl léttmjólk
2 tsk sykur
3 tsk salt
2 bréf þurrger
1 kg hveiti
rifinn ostur eftir smekk
sesamfræ eða birkifræ
1 egg

Bræðið smjörlíkið & hellið vökvanum saman við. Sykur, salt & þurrger sett út í & að endingu hveiti & rifinn ostur. Hnoðið vel. Deigið er tilbúið þegar það hefur sleppt hendi. Látið deigið lyfta sér undir rökum klút í 45 mín. Bakið í ofni við 200°c þar til brauðið hefur fengið gulan lit. Berðu það fram heitt.

Ef þú ætlar að gera horn úr deiginu, skaltu fletja deigið út í hring- gott að nota matardisk & skera meðfram honum til að fá góðan hring- & skerðu í 8 hluta. Fylling sett á hvern hluta & rúllað upp frá breiðari endanum. Penslað með eggi & stráð sesam eða birki yfir.

Dæmi um fyllingar í horn:
1. Skinka & rifinn ostur.
2. Stappið saman litlu stykki af gráðosti & örlítilli mjólk.
3. Smyrjið sinnepi á hornin & setjið svo lauk & beikon á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband