Grænu kökurnar

P1012503

200 gr smjörlíki

300 gr hveiti

100 gr flórsykur

1 egg

1 tsk vanillusykur

Nokkrir dropar af grænum matarlit (ég notaði 7-8 en þær mættu alveg vera litsterkari)

Poki af möndlukurli.

Hnoðað deig.Rúllið upp í lengjur og skerið í sneiðar. Veltið upp úr  eggjahvítu og  síðan möndlukurli,raðið á  bökunarpappírs klædda plötu og berjið  niður með buffhamri til að búa til flott mynstur.

Bakið við 200 gráðu hita í  ca 6-7 mín

Eiginlega  bara  spesíu uppskrift með matarlit,strákunum mínum fannst eggjahvitan og möndlurnar vondar þannig að ég sleppti þeim á sumum kökunum,það er líka  í góðu lagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband