Möggukökur

Fékk þessa uppskrift hjá gamalli konu fyrir     mörgum árum og þykir alltaf fjarska vænt um   þessa uppskrift því ég held að hún hafi búið þetta til handa mér sérstaklegaHeart  Líkjast Marens   og afskaplega ferskar og góðar. En þær  urðu aldrei eins  hjá mér og henni...

3 eggjahvítur

150 gr sykur

100 gr kókosmjölWink

100 gr suðusúkkulaði

 1 tsk  edik

rifið hýði af einni appelsínu

Stífþeytið eggjahvíturnar,bætið helming sykurs  saman við og þeytið áfram þar til þetta er   orðið nógu seigt,bætið edikinu saman við. Síðan er restinni af sykrinum,kókosmjölinu og appelsínuberki-inum bætt saman  við  og að síðustu smátt brytjað súkkulaði. Sett með teskeið á  bökunarpappír og bakað við 200 gráðu hita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband