Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 15. október 2008
Heilsubollur
5 dl heitt vatn
5 dl mjólk
12 tsk þurrger eða 120 gr pressuger
5 tsk púðursykur
5 msk smjörlíki
2 dl hveitiklíð
12 dl heilhveiti
3 dl hveiti
5 tsk salt
Aðferð:
blandið saman vatni og mjólk c.a 37° heitu og hellið yfir gerið,
hrærið linu smjörlíki, sykri, salti og helming af mjölinu saman við
hnoðið þar til það er seigt og gljáandi, stráið dálitlu af mjölinu yfir deigið
og það látið lyfta sér í c.a. 30 mín, (ef deigið er lint lyfta bollurnar sér
betur) hnoðið það sem eftir er af mjölinu upp í deigið og mótið bollur
sett á smurða plötu, og látið lyfta sér 15 -20 mín
baka í miðjum ofni við 225° í 10-15 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Gómsætar sesambollur
Sesambollur
5 dl vatn eða mjólk
4-500 gr hveiti
50 g pressuger eða 1 pk þurrger
1 tsk sykur
1 dl bragðlítil olía
2 dl sesamfræ
2 dl hveitiklíð eða heilhveiti
2 tsk salt
Látið vökvann í skál ásamt sykri og pressugeri. Leyfið gerinu að freyða (tekur um 5 mín). Setjið hveiti, salt, sesamfræ og hveitiklíð saman við og byrjið að hnoða saman. Helllið olíu saman við og ljúkið við að hnoða. Látið deigið lyfta sér þar til það hefur tvöfaldast (tekur um klukkustund). Mótið bollur, ef vill þá dýfið bollunum í vatn, undanrennu eða mjólk og stráið sesamfræjum ofan á. Látið bollurnar á bökunarplötu og leyfið þeim að lyfta sér í 20 mín. Bakið við 200-220°c í 15-18 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Heit skinku brauðterta
1 askja beikonsmurostur (250 g)
4 msk. majones
1 lítil dós ananaskurl
Hitað saman í potti.
1/3 saxaður púrrulaukur
6-8 sneiðar skinka, skorin í bita
1 rauð paprika
200 g sveppir
rúllutertubrauð
Bætt út í ostinn og sett á rúllutertubrauð.
Bloggar | Breytt 15.10.2008 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Rækjuréttur Eyglóar
2 bollar hrisgrjón, soðinn skv leiðbeiningum á pakka ásamt 2-3 tsk af sterku karríi,1/2 ds sveppir, 1/2 ds maisbaunir, 200 gr rækjur, 4 msk þeyttur rjómi, 4 msk majó, salt, karrí.Hrísgrjón soðinn og kæld og öllu hrært saman.Sett í eldfast mót, rifnum osti dreift yfir og bakað þar til osturinn tekur lit og er vel bráðnaður.Ristað brauð og smjör best með þessu
Bloggar | Breytt 15.10.2008 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Heitt skinkusalat
1/4 bolli saxaður laukur (smátt) 100 gr söxuð skinka, 1 msk smjör, 1 ds sveppir saxaðir (120 gr) 1 bolli mjólk, 1/4 bolli parmesanostur, 300 gr rjómaostur, 2 msk söxuð steinselja.Laukurinn látinn krauma í smjörinu, rjómaosti og mjólk bætt saman við, hrærið vel. Því næst skinkunni,sveppunum og parmesan ostinum bætt saman við. Hrærið vel.Borið fram heitt með ristuðu brauðiNAMMI.
Bloggar | Breytt 15.10.2008 kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Heit brauðterta,líka gott sem salat á kex
250 gr beikonostur( má nota annan) 4 msk majones,1 rauð paprika, 1/2 blaðlaukur(hvíti hlutinn) 1/4 ds ananaskurl, 100 gr ferskir sveppir, 6 skinkusneiðar (rækjur ef rækjuostur er notaður) salt pipar, aromat??Grænmeti og skinka smátt skorið, öllu blandað saman, sett inn í rúlluterubrauð, majo smurt utan á og ostneiðum raðað ofan á, kryddað meða sesonall. Hitað á 150 gráðu hita í ca 30 mín.
Bloggar | Breytt 15.10.2008 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Súkkulaði pistasíuterta
6 egg aðskilin, 300 gr sykur, 6 msk hveiti, 3 msk kskó, 1 tsk lyftiduft,
Stífþeytið eggjahvítur, setjið lyftiduftið saman við sykurinn og bætið smátt og smátt út í eggjahvíturnar á meðan þið þeytið vel. Þeytið eggjarauðurnar og blandið 1/4 af hvítunum saman við, blandið síðan afganginum af eggjarauðunum saman við. Sigtiðhveiti og kakó saman við. Hellt í smurt hveitistáð form (2 botnar) bakið við 180 gráður.
FYLLING:
1 poki pistasíumassi
Súkkulaðimús:
300 gr súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði, 4 eggjarauður stífþeyttar, 4 eggjahvítur stífþeyttar, 3 dl rjómi léttþeyttur, 4-5 blöð matarlím.
Brætt súkkulaðið hrært saman við eggjarauðurnar (kælið súkkul. aðeins fyrst) síðan rjóminn saman við það og hrært varlega saman. uppleyst matarlímið sett út í og blandað varlega saman svo að síðustu eggjahvíturnar varlega samn við svo lyftingin detti ekki niður.
krem ofan á.
200 gr súkkulaði, 3 msk rjómi, 1 msk smjör, 1 msk vatn.
Bræðið súkkulaðið í pottti og bætið vökvanum og smjörinu samn við.
Þegar kakan er orðin köld er pistasíumassa smurt á báða botnana. Súkkulaðimúsinni hellt yfir og jafnað vel með pönnukökuspaða. Hinn botninn yfir og kremið eftst.
ATH að láta súkkulaðimúsina stífna vel áður en botninn er settur yfir.
Þetta er dúndurgóð kaka, góð sem eftirréttur með þeyttumrjóma eða á hlaðborðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Sítrónuhringur
Sítrónuhringur. 2 eggjarauður, 100gr flórsykur, 2 1/2tsk vanillusykur, 6 matarlímsblöð, 4 msk ferskur sítrónusafi, 5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur vel saman.Matarlímsblöðinlögð í kalt vatn í 5 mín. Kreistið safan úr sítrónunni, og hitið, bræðið matarlímið í því. Látið mesta hitan rjúka úr, hellið svo saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið varlega á meðan. Þeytið rjóman og blandið honum saman við. Skolið hringlaga mót ( gjarnan með gati í miðjunni) með köldu vatni og hellið blöndunni í. Látið stífna í ísskáp í amk 3 klst.Hvolfið þá frómasnum á fat og raðið a´vaxtablöndunni í miðjuna og í kring. Flott að skreyta með þeyttum rjóma. Avaxtablanda: 1 mangóávöxtur, (án hýðis) 4 kiwi, 10-15 vínber, 3 perur. Allt skorið í smábita. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Perubaka
Látið leka vel af perunum, Hitið ofnin í 175 gráður.
Hrærið smjör og sykur vel, bætið vanilludropum og salti saman við og svo þurrefnunum. Endið á rjómanum/mjólkinni. Setjið hræruna í botnin á vel smurðu, formi og örlítið upp með brúnunum. Raðið perusneiðum ofan á. Stráið kanilsykri yfir. Gott er að setja líka möndluflögur.
Bakið í 30-35 mín gullinbrúnt. Kælið aðeins áður en þið takið kökuna úr forminu.
Berist fram volg með ís eða léttþeyttum rjóma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Bláberjaskyr terta
Bláberjaskyrterta
Botn:
75 gr smjör
150 gr heilhveitikex
Fylling:
2 egg
140 gr sykur
500 gr bláberjaskyr
(safi úr ½ sítrónu)
2½ dl rjómi
8 blöð matarlím
Kex mulið vel, bræddu smjöri bætt saman við. Sett í form með lausum botni. Kælt.
Matarlím lagt í bleyti í kalt vatn í 5-10 mín. Vatni síðan hellt af og límið brætt með því að hella á það ½ dl af sjóðandi vatni.
Hræra saman skyri, sykri og eggjum. Þeyta rjóma.
Kæla matarlím (með sítrónusafa ef notaður - annars kólnar það fljótt af sjálfu sér). Matarlími hellt ylvolgu út í skyrblöndu og rjóma síðan blandað varlega saman við. Fyllingu hellt á kaldan botninn og látin stífna í ísskáp.
Kakan er ekki síðri ef hún er látin standa í kæli yfir nótt. Kakan þolir mjög vel frost. Áður en kakan er borin fram eru sett yfir hana bláber (ný eða frosin) eða bláberjasulta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)