Furstakaka með sætri fyllingu

Furstakaka m/ sætri fyllingu


250 gr hveiti, 125 gr sykur, 125 gr smjörlíki,1 egg,2 tsk lyftiduft
 
 
Fylling:
1 egg, 1 1/2 dl sykur, 2 1/2 dl kókosmjöl. Góð sulta t.d hindberja eða e.smekk.


Deigið er hnoðað vel. Takið 1/3 frá. Klæðið botn og hliðar venjulegs forms með deiginu, smyrjið sultu yfir botninn og dreifið fyllingunni yfir. Deigið sem tekið frá frá er flatt út og lagt yfir fyllinguna sem skraut, meðfram börmunum líka.
Bakað við 185 gráður í ca 40 mín.
 
 
Fyllingin er búin til þannig að egg og sykur er stífþeytt og kókosmjölinu blandað saman við það.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband