Færsluflokkur: Bloggar

Kókosmarens með jarðarberjum

Kókosmarensterta með jarðarberjum


Kókosmaregns
2 kókosbotnar, 1/2 ds niðursoðinn jarðarber , 1/2 l rjómi þeyttur.Maukuð jarðarberin blandað varlega saman við rjómann, og maukinu dreift jafnt á milli og ofan á kökuna. Flott að skreyta með bræddu súkkulaði sem er dryssað óreglulega yfir.

uppskrift að kókosbotnum:
4 eggjahvítur, 1 1/2 dl púðursykur, 2 dl sykur, 1 dl kókosmjöl, 50 gr rifið suðusúkkulaði, 1/2 tsk lyftiduft. Eggjahvítur og púðursykur og sykur stífþeytt, hinum hráefnum blandað varlega í með sleif. Bakað í tveimformum vel smurðum við 180 gráðu hita í ca 35 mín.

Furstakaka með sætri fyllingu

Furstakaka m/ sætri fyllingu


250 gr hveiti, 125 gr sykur, 125 gr smjörlíki,1 egg,2 tsk lyftiduft
 
 
Fylling:
1 egg, 1 1/2 dl sykur, 2 1/2 dl kókosmjöl. Góð sulta t.d hindberja eða e.smekk.


Deigið er hnoðað vel. Takið 1/3 frá. Klæðið botn og hliðar venjulegs forms með deiginu, smyrjið sultu yfir botninn og dreifið fyllingunni yfir. Deigið sem tekið frá frá er flatt út og lagt yfir fyllinguna sem skraut, meðfram börmunum líka.
Bakað við 185 gráður í ca 40 mín.
 
 
Fyllingin er búin til þannig að egg og sykur er stífþeytt og kókosmjölinu blandað saman við það.
 

Frómasterta með ferskum ávöxtum

Frómasterta m/ ferskum ávöxtum


Botn:
1 dl fínsaxaðir heslihnetukjarnar, 1 1/2 dl hveiti, 2 msk sykur, 100 gr smjör/líki
 
Fylling:
1 pk sítrónufrómas(eða 3-4 dl), 10 jarðarber,2 kiwi,2-3 ns ferskjur, blá vínber.


Hnoðið saman  hráefnin í botninn og klæðið smurt pai form (bæði botn og hliðar)með því. Bakið við 175 gráðu hita í ca 20 mín.
 
Útbúið frómas skv leiðbeiningum á pakkanum og hellið honum í kalda paiskelina. Látið stífna í 20-30 mín.
Skerið ávexti í fallegar sneiðar og skreytið.
Nota má hvað frómas sem er eða bara rjóma og ávexti.

Döðluterta mömmu

Döðluterta


3 egg, 1 bolli púðursykur,1 bolli hveiti,50 gr brytjaðar döðlur,50 gr brytjað suðusúkkulaði, 1 tsk natron,
 
 
1/4 l þeyttur rjómi og 1-2 bananar á milli botna.


Egg og púðursykur þeytt mjög stíft, síðan er öllu blandað saman í þeirri röð sem talin er upp.
Bakað við 180 gráðu hita ljósbrúnt (ca15-20 mín)

Æðisleg Kókosterta

Æðisleg kókosterta


4 eggjahvítur, 140 gr flórsykur stífþeytt saman, 140 gr kókosmjöl og 1/4 tsk lyftiduft blandað saman við. Bakað í tveim vel smurðum formun við 150-180 gráðu hita í ca 1/2 klst.

Krem: 100 gr smjör( verður að vera smjör, ekki smjörlíki) 100 gr suðusúkkulaði, 4 eggjarauður, 50 gr flórsykur

Eggjarauður þeyttar vel, smjör og flórsykur þeytt saman í annari skál, súkkulaðið brætt í vatnsbaði eða örbylgju. Öllu síðan hrært saman, eggjarauðuunum síðast.

Þeyttur rjómi á milli botnanna, krem ofan á og fryst.

Annars finnst mér hún alltaf best með kremi bæði á milli botna og ofan á og rjóma með og helst ískalda úr ískápnum!! Algjört konfekt.
Baka þessa alltaf  um hver  áramót :)

Appelsínuskúffukaka

Appelsínuskúffukaka


    400 gr smjör/líki, 400 gr sykur, 4 tsk vanillusykur, 8 egg, 1 sítróna(hýðið),2 appelsínur( hýðið) ca 400 gr hveiti,2 tsk lyftiduft.
    
    Glassúr1.
    ca 100 gr flórsykur, safinn úr sítrónunni.
    Glassúr 2
    ca 400 gr flórsykur, safinn úr appelsínunum.


    Venjulegt hrært deig, bakað í smurðri ofnskúffu við 180 gráðu hita í ca 30 mín.
    Ath að eingöngu er notað hýðið í kökuna, bæði af appelsínum og sítrónu.
    
    
    Búið til glassúr 1 og hellið yfir kökuna meðan hún er ennþá heit, til að glassúrinn renni betur ofan í kökuna má pikka göt með tannstönglum á hana.
    
    Setjið glassúr 2 á þegar kakan er alveg köld.
    Skerið svo niður og geymið í boxi með þéttu loki á nokkuð köldum stað.


Brauðtertubrauð

Brauðtertubrauð( 1 kringlótt brauð)


    50 gr pressuger, 6 dl mjólk, 3 msk matarolía, 1/2 tsk salt, 2 tsk sykur, uþb 1 lítri hveiti


    Venjulegt hnoðað deig,hefist í 40 mín.


    Hnoðið aftur og setjið í smurt smelluform (ca 26 cm í þvermál)  eða tvö jólakökuform(aflöng brauðterta)stingið í deigið með gaffli, breiðið yfir og látið hefast aftur í 40 mín.
    Bakið á grind neðarlega í ofninum í 20 mín ( 250 gráður) slökkvið á ofninum og bakið áfram í aðrar 20 mín.
    Setjið á rist og kælið.
    
    Til að fá gróft brauð er ekkert til fyrirstöðu að blanda heilhveiti/grahamsmjöli saman við og minnka hveitið að sama skapi.


    Geymist í lokuðu íláti eða plastpoka í 3-5 daga (frystir 9 mán)


    Skerið í þunnar sneiðar með löngum sveiganlegum hníf.


Stóra Bakstursbókin.


Amerískir kleinuhringir

Amerískir kleinuhringir

    1 kg hveiti, 200 gr smjörlíki, 150 gr sykur, 1 tsk salt, 1 tsk kardimommur eða dropar, 10 tsk þurrger,6 dl mjólk,2-3 egg, (ca 100 gr af hveiti til að hnoða með)

    Bræðið smjörlíkið,bætið mjólkinni saman við og hitið ,hellt í skál og eggjunum þeytt saman við,þurrefnunum blandað saman við.Hnoðið vel. Látið lyfta sér í ca 1 klst. Fletjið út og stingið út hringi með gat í miðjunni, ( t.d með glasi og tappa af kardimommudropunum), látnir lyfta sér í 15-20 mín til viðbótar. Steiktir í feiti, gulbrúnir.
    
    Karamellukrem:
    1/2 bolli síróp( eða púðursykur) 1/4 bolli smjör, 2 msk rjómi, 450 gr flórsykur, allt hitað í potti.
    Hjúpið hringina þegar búið er að steikja þá og mesti hitinn rokinn úr þeim.
    Svo má líka setja venjulegan glassúr á þá, súkkulaði,hvítan eða jafnvel bleikan og skreyta með kökuskrauti,möndlum eða súkkulaði.


Hafrakex og harðir gammeldags kanilsnúðar (snælur)

Hafrakex og kanilsnúðar

Hafrakex 1.
300 gr haframjöl, 280 gr hveiti, 2 tsk lyftiduft, 1 tsk hjartasalt, 1/2 tsk salt, 200 gr sykur, 250 gr smjörlíki, 1 1/2 dl mjólk
Öll þurrefnin hnoðuð saman og vætt í með mjólkinni. Hnoðað vel þar til deigið loðir vel saman. Flatt þunnt út og stungnar út kringlóttar kökur með glasi. bakað ljósbrúnt við 200 gráðu hita.

Hafrakex 2.
6 bollar haframjöl (hakkað eða mixað fínt) 3 bollar hveiti, 375 gr smjörlíki, 3 tsk lyftiduft, 3 tsk hjartasalt, 3/4 tsk natron, 1 egg, 1 1(2 bolli mjólk, 1 1/2 bolli sykur.
sama aðferð.

Lauma hérna líka góðum kanilsnúðum ( stór uppskrift)

Uppskriftina fékk ég  fyrir mörgum árum .
Kanilsnælur  'olafar.

9 bollar hveiti, 3-4 bollar sykur, 2 bollar mjólk, 2 tsk hjartasalt, 3 tsk lyftiduft, 1 heilt smjörlíkistykki ( já alveg satt) 1 egg. Kanilsykur. Hnoðað deig, flatt út í aflanga lengju, kanilsykri stáð yfir, rúllað upp og skorið í jafnar sneiðar. bakað við 200 gráður þar til ljósbrúnt. ( nammi namm)
 
Frábært að eiga í frysti :) 

Gómsætar kleinur

Kleinur að hætti Vigdísar Stefáns


1 kg hveiti
1 tsk hjartasalt
8 tsk lyftiduft
2 tsk sítrónudropar og kardimommur
100 gr smjörlíki
250 gr sykur
3 egg
1/2 l mjólk/súrmjólk
 
Hnoðað deig, flatt út og skornar út kleinur og steiktar
Tilvalið að tvöfalda uppskriftina og frysta.
 
Uppskrift sem birtist í Tímaritinu Vikuni fyrir mörgum árum. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband